fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Ný ránsaðferð sækir í sig veðrið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 21:30

Frá nýlegu ráni í Louis Vuitton. Mynd:Oak Brook Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný ránsaðferð hefur sótt í sig veðrið að undanförnu í Bandaríkjunum. Hún er kannski ekki alveg ný af nálinni en er nú orðin ansi útbreidd og mikið notuð. Þessi aðferð gengur út á að stór hópur grímuklæddra ræningja ræðst inn í verslanir, sérstaklega verslanir sem selja lúxusvarning, rétt fyrir lokun. Þeir misþyrma starfsfólkinu og hafa í hótunum við það og hverfa síðan á brott með allt það sem þeir geta borið. Einn hefur látist við rán af þessu tagi.

Það var öryggisvörður sem var skotinn til bana þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ræningjar gætu stolið upptökubúnaði hjá KRON-TV sjónvarpsstöðinni. Þetta gerðist þegar hópur ræningja lét til skara skríða gegn verslun með lúxusvarning í Oakland í Kaliforníu. Kvikmyndatökulið mætti þangað til að taka upp það sem var að gerast.

Rán af þessu tagi hafa verið sérstaklega áberandi í Kaliforníu. Hópar ræningja, sem eru vopnaðir piparúða, hömrum og öðrum vopnum, hafa ráðist inn í verslanir og nánast tæmt þær.

Þessi rán hafa gengið svo hratt fyrir sig að lögreglan hefur ekki náð að bregðast við áður en ræningjarnir eru á bak og burt.

Þessi tegund rána komst í fréttirnar af alvöru fyrir rúmri viku þegar nokkrar verslanir, til dæmis Louis Vuitton, Fendi, Yves Saint Laurent, Burberry og Dolce & Gabbana í San Francisco voru rændar á einu kvöldi. Verðmæti þýfisins er talið vera sem svarar til um 130 milljóna íslenskra króna.

Tveimur dögum síðar létu um 80 grímuklæddir ræningjar til skara skríða gegn Nordstrom vöruhúsinu í Walnut Creek utan við San Francisco. Þeir komu á vettvang í um 25 bílum um klukkan 20.45 þegar komið var að lokun. Þeir ruddust inn og hræddu viðskiptavini og starfsfólk á brott með því að sveifla vopnum og nota piparúða. Þrír starfsmenn slösuðust.

Lögreglan telur að vel skipulögð glæpasamtök standi á bak við þessi rán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar