fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Donald Trump yngri birti stórfurðulegt myndband af föður sínum – „Það er eitthvað að þessari fjölskyldu“

pressan
Mánudaginn 29. nóvember 2021 23:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump yngri hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarna daga eftir að hann birti stórfurðulegt myndband þar sem sjá má föður hans, Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta, stökkva dansandi upp úr kalkún.

Um er að ræða atriði úr vinsælu jólamyndinni National Lampoon’s Christmas Vacation sem hefur verið breytt til að sýna núverandi forseta, Joe Biden, forsetafrúnna Jill Biden, varaforsetann Kamala Harris og fleiri sitja við veisluborð þegar Trump birtist skyndilega dansandi upp úr kalkúninum við lagið YMCA.

Í upprunalegu atriðinu má sjá leikarann Chavey Chase í hlutverki hins seinheppna fjölskylduföðurs Clark Griswold þar sem hann sker kalkún á jólunum og segir hina frægu línu „Ef þessi kalkúnn bragðast jafn vel og hann lítur út þá held ég við eigum gott í vændum“ en síðan sker hann í fuglinn, en þá heyrast eins konar frethljóð, upp stígur gufa, og að innan má finna grátt og ólystugt kjöt, gestum hans til lítillar gleði.

Trump yngri deildi myndbandinu einnig á Twitter og voru viðbrögðin þar blendin.

„Grínið hér er að þú sért að deila þessu grínlaust,“ skrifar einn.

„AUGUN MÍN AUGUN MÍN EYRUN MÍN HEILINN MINN, LÁTIÐ ÞETTA HÆTTA,“ skrifar annar.

„Hver deilir myndbandi af pabba sínum dansandi eins og trúð á þakkagjörðarhátíðinni,“ veltir einn fyrir sér.

„Það er eitthvað að þessari fjölskyldu,“ skrifar enn einn.

Og svona mætti lengi telja. Stuðningsmenn Trump-fjölskyldunnar deildu þó einnig myndbandinu og kölluðu það „snilld“, „frábært“ og sögðust ekki geta beðið eftir að Trump fengi aftur lyklana að hvíta húsinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Í gær

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð