fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Danska ríkisstjórnin vill leigja 300 fangelsisrými erlendis

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 08:00

Fangelsið í Horsens. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin vill leigja 300 fangelsisrými erlendis til að draga úr þrýstingi á dönsk fangelsi en langir biðlistar eru eftir að komast í afplánun og föngum fjölgar á sama tíma og fangavörðum fækkar og illa gengur að ráða fólk til starfa í fangelsunum. Það mun kosta um einn milljarð danskra króna að leigja 300 fangelsisrými erlendis í fjögur ár.

Þetta kemur fram í leynilegu minnisblaði ríkisstjórnarinnar sem Politiken hefur komist yfir.

Tillaga ríkisstjórnarinnar er liður í yfirstandandi samningaviðræðum flokkanna á danska þinginu um fyrirkomulag fangelsismála næstu árin. Politiken segir að enn hafi ekkert eitt land verið nefnt sérstaklega til sögunnar sem hugsanlegt móttökuland fyrir danska fanga.

Einingarlistinn og Radikale Venstre, sem eru stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Jafnaðarmanna, gagnrýna tillöguna en viðurkenna að nauðsynlegt geti verið að grípa til þessa ráðs.

Á hægri vængnum eru Venstre, Íhaldsmenn og Danski Þjóðarflokkurinn jákvæðir í garð tillögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?