fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
Pressan

Danska ríkisstjórnin vill leigja 300 fangelsisrými erlendis

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 08:00

Fangelsið í Horsens. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin vill leigja 300 fangelsisrými erlendis til að draga úr þrýstingi á dönsk fangelsi en langir biðlistar eru eftir að komast í afplánun og föngum fjölgar á sama tíma og fangavörðum fækkar og illa gengur að ráða fólk til starfa í fangelsunum. Það mun kosta um einn milljarð danskra króna að leigja 300 fangelsisrými erlendis í fjögur ár.

Þetta kemur fram í leynilegu minnisblaði ríkisstjórnarinnar sem Politiken hefur komist yfir.

Tillaga ríkisstjórnarinnar er liður í yfirstandandi samningaviðræðum flokkanna á danska þinginu um fyrirkomulag fangelsismála næstu árin. Politiken segir að enn hafi ekkert eitt land verið nefnt sérstaklega til sögunnar sem hugsanlegt móttökuland fyrir danska fanga.

Einingarlistinn og Radikale Venstre, sem eru stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Jafnaðarmanna, gagnrýna tillöguna en viðurkenna að nauðsynlegt geti verið að grípa til þessa ráðs.

Á hægri vængnum eru Venstre, Íhaldsmenn og Danski Þjóðarflokkurinn jákvæðir í garð tillögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu prósent Dana smituðust af kórónuveirunni síðustu 4 vikur

Tíu prósent Dana smituðust af kórónuveirunni síðustu 4 vikur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðmálið sem skekur Ástralíu – Lík 9 ára stúlku fannst í olíutunnu

Morðmálið sem skekur Ástralíu – Lík 9 ára stúlku fannst í olíutunnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ástkona Andrew prins – „Ég held að hún hafi notað mig sem agn“

Fyrrum ástkona Andrew prins – „Ég held að hún hafi notað mig sem agn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru helstu einkenni Ómíkron hjá bólusettu fólki

Þetta eru helstu einkenni Ómíkron hjá bólusettu fólki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á Tinderstefnumótinu – Hélt að hann hefði framið hið fullkomna morð

Morðið á Tinderstefnumótinu – Hélt að hann hefði framið hið fullkomna morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugvélar sendar til að kanna tjónið á Tonga – Aska þekur eyjurnar

Flugvélar sendar til að kanna tjónið á Tonga – Aska þekur eyjurnar