fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Pressan

Skotið á danska hermenn – Fjórir árásarmenn felldir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 09:01

Esbern Snare. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska freigátan Esbern Snare er nú við eftirlitsstörf í Gíneuflóa. Í gær barst skipinu tilkynning um að sjóræningjar væru á ferð nærri strönd Nígeríu. Skipið tók strax stefnu í áttina að uppgefnum stað og Seahawk þyrla var send á loft.

Áhöfn þyrlunnar kom auga á hraðbát með „átta grunsamlegum mönnum“ um borð að því er segir í tilkynningu frá danska hernum. Því næst voru sérsveitarmenn sendir af stað á hraðskreiðum bátum til að fara um borð í bát sjóræningjanna.

Kallað var á sjóræningjana að stöðva svo hermennirnir gætu farið um borð. Þeir brugðust ekki við fyrirmælunum og í samræmi við heimildir sínar skaut áhöfn Esbern Snare aðvörunarskoti. Þá hófu sjóræningjarnir skothríð á dönsku hermennina sem svöruðu henni.

Í kjölfarið fylgdi stuttur skotbardagi. Enginn danskur hermaður særðist en fimm sjóræningjar urðu fyrir skotum. Fjórir þeirra létust.

Bátur sjóræningjanna sökk eftir skotbardagann. Sjóræningjarnir voru allir teknir um borð í freigátuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áströlsk kona greip til óyndisúrræðis þegar hún var í sóttkví

Áströlsk kona greip til óyndisúrræðis þegar hún var í sóttkví