fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Handskrifaðar glósur Einstein seljast á metfé í París

Pressan
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 07:46

Það verður að teljast kraftaverk að skjölin séu enn til enda ætlaði Einstein ekki að varðveita þau

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar fágæt vinnuskjöl með glósum vísindamannsins Albert Einstein seldust á uppboði í París í gær fyrir um 11,7 milljónir evra eða um 1,7 milljarð króna. Það var uppboðshúsið Christie´s sem hafði umsjón með uppboðinu en söluverðið var fjórfalt á við það sem gert var ráð fyrir.

Í skjölunum, sem voru alls um 54 síður, mátti finna handskrifaðar glósur vísindamannsins um afstæðiskenninguna sem hann birti formlega árið 1915.

Í yfirlýsingu frá uppboðshúsinu kemur fram að þetta séu verðmætustu skjöl eftir Einstein sem nokkru sinni hafi verið seld á uppboði. Það hafi ekki verið ætlun vísindamannsins að varðveita þau og því sé hreint kraftaverk að þau séu til í dag. Ekki kemur fram hver kaupandi skjalanna er.

Fram kemur að vinnuskjölin séu frá árunum 1913 og 1914 þegar Einstein starfaði í Zurich og í þeim er einnig að finna skrif vinar hans og samstarfsfélaga, svissneska verkfræðingsins Michele Besso. Um er að ræða vangaveltur þeirra um ýmis stór vísindaleg málefni og því algjör fjársjóður fyrir þá sem vilja fá innsýn inn í huga tveggja ótrúlegra vísindamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?