fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Pressan

Hvað kom fyrir Kim Jong-un?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 06:59

Kim Jong-un árið 2019 (t.v.) og 2021. Mynd:Korean Central News Agency

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað kom fyrir Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu? Það er spurningin sem margir velta fyrir sér þessa dagana. Ástæðan er að einræðisherrann hefur grennst mjög mikið. Það er því orðið mun minna af honum en áður var. Hann glímdi við ofþyngd áður en nú hefur orðið mikil breyting þar á.

Vestrænar leyniþjónustustofnanir taka alltaf við sér þegar einræðisherrann tilkynnir að nú hafi þjóð hans smíðað nýjar kjarnorkusprengjur eða langdrægar eldflaugar. En þær hafa einnig áhuga á heilsufari leiðtogans því hann fer með öll völd í landinu og heldur þjóðinni í heljargreipum.

En þrátt fyrir að leiðtoginn hafi grennst er ekki þar með sagt að hann sé horaður en það er óumdeilanlega mun minna af honum nú en í upphafi árs. En hvað veldur þessu? Veikindi? Lífshættulegur hjarta- og æðasjúkdómur eða grenntist hann af ásettu ráði til að draga úr þeim mun sem var á líkamsvexti hans og þjáðrar þjóðar hans? Flestir landsmenn glíma við það vandamál að fá ekki nóg að borða en leiðtoginn hefur greinilega fengið of mikið að borða miðað við vaxtarlag hans.

Í desember verða tíu ár liðin síðan Kim Jong-un tók við völdum í landinu, aðeins 27 ára, eftir að faðir hans lést af völdum hjartaáfalls, hugsanlega vegna ofþyngdar. Þegar Kim Jong-un tók við völdum er hann talinn hafa vegið 90 kíló. Á næstu árum bætti hann sífellt á sig. Suðurkóreskir sérfræðingar töldu þetta vera gert af meðvituðum hætti því hann hafi viljað líkjast föður sínum og afa, Kim Il-sung, sem stofnaði landið. Þeir feðgarnir voru engar horgrindur.

Áður en hann grenntist er talið að hann hafi vegið um 140 kíló þegar verst lét en það var 2019. Hann er 170 cm á hæð svo BMI-stuðull hans var miklu hærri en læknar myndu mæla með. Suðurkóreskir leyniþjónustumenn telja að hann hafi nú lést um 20 kíló en þeir byggja það á ljósmyndum af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu lík tveggja COVID-19-sjúklinga – Létust fyrir 15 mánuðum

Fundu lík tveggja COVID-19-sjúklinga – Létust fyrir 15 mánuðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hvarf á leið í skólann í janúar 1979 – Fyrir 14 dögum leysti lögreglan ráðgátuna

Hún hvarf á leið í skólann í janúar 1979 – Fyrir 14 dögum leysti lögreglan ráðgátuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mér hefur aldrei liðið svona illa, ég vildi óska að ég hefði verið bólusettur“

„Mér hefur aldrei liðið svona illa, ég vildi óska að ég hefði verið bólusettur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar

Dularfullt mál – Tveimur konum var hent fyrir framan sitthvort sjúkrahúsið – Nú eru þær báðar dánar