fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Pressan

Slapp fyrir horn – Dauðadómi breytt 4 klukkustundum fyrir aftöku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 20:30

Julius Jones. Mynd:OKLAHOMA DEPARTMENT OF CORRECTIONS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins fjórum klukkustundum áður en taka átti Julius Jones af lífi í Oklahoma í gær var dauðadómi hans breytt í ævilangt fangelsi.  Það var ríkisstjórinn Kevin Stitt, Repúblikani, sem breytti dómnum.

Hann segir að eftir umhugsun og yfirferð málsgagna hafi hann ákveðið að breyta dómnum í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn.

Julius Jones, sem er 41 árs, var dæmdur til dauða fyrir morð árið 1999 en það var framið í tengslum við bílþjófnað. Hann skaut þá tryggingasölumanninn Paul Howell til bana.

Taka átti Jones af lífi klukkan 22 í gærkvöldi að íslenskum tíma.

Náðunar- og reynslulausnarnefnd Oklahoma mælti með að dómnum yrði breytt í ævilangt fangelsi.

Lögmenn Jones telja sig geta sannað að hann hafi fjarvistarsönnun á þeim tímapunkti sem Howell var skotinn til bana. Jones er sagður hafa verið heima hjá foreldrum sínum en það var ekki kannað sérstaklega á sínum tíma.

Mál Jones hefur vakið athygli frægs fólks á borð við Kim Kardashian West sem hefur barist fyrir málstað hans. Hún þakkaði ríkisstjóranum fyrir ákvörðun hans í færslu á Twitter í gær og sagðist hafa eytt stærstum hluta miðvikudagsins í að ræða við Jones í síma.

BBC segir að rúmlega sex milljónir manna hafi skrifað undir áskorun um „Réttlæti til handa Julius“.

Jones heldur fram sakleysi sínu og segist ekki hafa drepið Howell. Hann hafi á engan hátt verið viðriðinn morðið og hafi séð Howell í fyrsta sinn í sjónvarpi þegar fjallað var um morðið. Fjölskylda Howell er þó ekki í neinum vafa um að Jones hafi drepið hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að Hæstiréttur Bandaríkjanna muni staðfesta þungunarrofslög Mississippi

Telja að Hæstiréttur Bandaríkjanna muni staðfesta þungunarrofslög Mississippi
Pressan
Í gær

Ætlar þú að taka þátt í Whamageddon fyrir jólin? – Mikil áskorun

Ætlar þú að taka þátt í Whamageddon fyrir jólin? – Mikil áskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við minni virkni bóluefna gegn Ómíkron

Varar við minni virkni bóluefna gegn Ómíkron
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta segir læknir að þú eigir að gera ef þú hefur áhyggjur af Ómíkrón afbrigðinu

Þetta segir læknir að þú eigir að gera ef þú hefur áhyggjur af Ómíkrón afbrigðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír nemendur skotnir til bana og átta særðir

Þrír nemendur skotnir til bana og átta særðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúð til leigu á 120 krónur á mánuði!

Íbúð til leigu á 120 krónur á mánuði!
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart