fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
Pressan

„Hákarlsteppi“ ömmunnar slær í gegn á netinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 05:56

Hugulsama amman prjónaði hákarlsteppi fyrir ömmustrákinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugulsöm amma ákvað að gleðja barnabarnið með því að prjóna „hákarlsteppi“ handa honum og lét hendur standa fram úr ermum. Hún gat ekki séð að neitt gæti farið úrskeiðis í þessu, teppið myndi gleðja strákinn og hann gæti skriðið undir það þegar komið væri að kósýstund heima við. En þetta fór nú svolítið úrskeiðis hjá henni þrátt fyrir að teppið líkist hákarli, svona að mestu.

Þetta gerðist fyrir nokkrum árum en sagan af prjónaskap ömmunnar fór nýverið aftur á flug á netinu enda ansi spaugileg.

Þegar amman var að prjóna vildi hún auðvitað að teppið líktist hákarli sem mest og því gerði hún auðvitað ugga á það en hún gleymdi að hugsa út í staðsetningu hans þegar einhver liggur undir teppinu. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá er staðsetningin ansi óheppileg.

Hún hefði kannski átt að hugsa þetta aðeins betur áður en hún hófst handa.

Myndin vakti að vonum mikla athygli á netinu og margir hafa deilt henni og tjáð sig um hana en óhætt er að segja að mistök ömmunnar séu sprenghlægileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét það ekki stöðva sjálfsmyndatökuna að hún var í lífshættu

Lét það ekki stöðva sjálfsmyndatökuna að hún var í lífshættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ástkona Andrew prins – „Ég held að hún hafi notað mig sem agn“

Fyrrum ástkona Andrew prins – „Ég held að hún hafi notað mig sem agn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afleiðing COVID-19-smits hjá börnum – Verða matvönd

Afleiðing COVID-19-smits hjá börnum – Verða matvönd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný kenning Kínverja um kórónuveiruna – Kemur harkalega niður á póststarfsmönnum

Ný kenning Kínverja um kórónuveiruna – Kemur harkalega niður á póststarfsmönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Veita gleraugu vernd gegn kórónuveirunni?

Veita gleraugu vernd gegn kórónuveirunni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir

Tannlæknirinn var ekki allur þar sem hann var séður – Voðaverkið og lygarnar færðu honum 620 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Síðustu sjö ár voru þau hlýjustu í sögunni

Síðustu sjö ár voru þau hlýjustu í sögunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er hollt að fara í kalda sturtu eða bað

Það er hollt að fara í kalda sturtu eða bað