fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Pressan

„Hákarlsteppi“ ömmunnar slær í gegn á netinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. nóvember 2021 05:56

Hugulsama amman prjónaði hákarlsteppi fyrir ömmustrákinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugulsöm amma ákvað að gleðja barnabarnið með því að prjóna „hákarlsteppi“ handa honum og lét hendur standa fram úr ermum. Hún gat ekki séð að neitt gæti farið úrskeiðis í þessu, teppið myndi gleðja strákinn og hann gæti skriðið undir það þegar komið væri að kósýstund heima við. En þetta fór nú svolítið úrskeiðis hjá henni þrátt fyrir að teppið líkist hákarli, svona að mestu.

Þetta gerðist fyrir nokkrum árum en sagan af prjónaskap ömmunnar fór nýverið aftur á flug á netinu enda ansi spaugileg.

Þegar amman var að prjóna vildi hún auðvitað að teppið líktist hákarli sem mest og því gerði hún auðvitað ugga á það en hún gleymdi að hugsa út í staðsetningu hans þegar einhver liggur undir teppinu. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá er staðsetningin ansi óheppileg.

Hún hefði kannski átt að hugsa þetta aðeins betur áður en hún hófst handa.

Myndin vakti að vonum mikla athygli á netinu og margir hafa deilt henni og tjáð sig um hana en óhætt er að segja að mistök ömmunnar séu sprenghlægileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að Hæstiréttur Bandaríkjanna muni staðfesta þungunarrofslög Mississippi

Telja að Hæstiréttur Bandaríkjanna muni staðfesta þungunarrofslög Mississippi
Pressan
Í gær

Ætlar þú að taka þátt í Whamageddon fyrir jólin? – Mikil áskorun

Ætlar þú að taka þátt í Whamageddon fyrir jólin? – Mikil áskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við minni virkni bóluefna gegn Ómíkron

Varar við minni virkni bóluefna gegn Ómíkron
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta segir læknir að þú eigir að gera ef þú hefur áhyggjur af Ómíkrón afbrigðinu

Þetta segir læknir að þú eigir að gera ef þú hefur áhyggjur af Ómíkrón afbrigðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír nemendur skotnir til bana og átta særðir

Þrír nemendur skotnir til bana og átta særðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni

Bretar ætla að gefa fjórða skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúð til leigu á 120 krónur á mánuði!

Íbúð til leigu á 120 krónur á mánuði!
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart