fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Pressan

Fyrrum klámstjarna sögð hafa myrt tveggja ára son sinn – Skildi blóðugt og limlest líkið eftir á afgreiðslukassa

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 9. október 2021 17:00

Mynd: Newsflash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katalin Erzebet Bradacs, 44 ára gömul fyrrum klámstjarna frá Ungverjalandi, var á dögunum handtekin en hún er grunuð um að  hafa myrt Alex Juhasz, tveggja ára gamlan son sinn. Þá er hún einnig sögð hafa limlest hann og skilið líkið eftir við afgreiðslukassa í matvöruverslun. DailyStar fjallaði um málið.

Þann 1. október síðastliðinn fór Katalin í matvöruverslun Lidl í Citte della Pieva á Ítalíu með syni sínum. Vitni heyrðu Katalin öskra og sáu hana leggja blóðugt lík sonar síns á afgreiðslukassann á meðan hún öskraði á hjálp. Sonur hennar var með níu stungusár á líkamanum, bæði á bringunni og á hálsinum. Hann var úrskurðaður látinn á staðnum og Katalin var handtekin eftir að hnífur fannst í veskinu hennar.

Rifinn og blóðugur bolur í eigu Juhazs fannst í nærliggjandi byggingu og eftir að hafa skoðað myndbönd úr öryggismyndavélum grunar lögregluna ekki neinn nema móður hans um morðið. Morðið sjálft náðist ekki á myndband en Katalin sást bæði mæta á vettvang og fara af honum.

Hatrammar forsjárdeilur

Lögreglan telur að Katalin hafi myrt son sinn til að hefna sín á barnsföður sínum, Norbert Juhasz, en þau höfðu skilið skömmu áður og verið í hatrömmum forsjárdeilum. Katalin stakk af í síðasta mánuði með syni sínum eftir að Ungversk dómsvöld höfðu úrskurðað að faðir barnsins ætti að fá fulla forsjá.

Norbert býr í Ungverjalandi en hann hafði samband við lögreglu eftir að hafa fengið senda mynd af syni sínum að deyja í gegnum samskiptaforritið WhatsApp. Katalin á að hafa sent myndina skömmu áður en hún fór í matvöruverslunina með blóðugt líkið.

Katalin er sögð hafa þvertekið fyrir morðásakanir. „Ég drap ekki son minn,“ á hún að hafa endurtekið í samtali við lögreglu. Þá eru vitni sögð hafa séð Katalin misþyrma syni sínum degi fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirvöld í Barcelona grípa til aðgerða til að draga úr fjölda ferðamanna

Yfirvöld í Barcelona grípa til aðgerða til að draga úr fjölda ferðamanna
433Pressan
Fyrir 2 dögum

Klámstjörnur og knattspyrnumenn: Hefur verið með þremur leikmönnum United – Ungstirni úr enska boltanum fór í klámið

Klámstjörnur og knattspyrnumenn: Hefur verið með þremur leikmönnum United – Ungstirni úr enska boltanum fór í klámið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upp komast svik um síðir – Sviðsetti eigið sjálfsvíg

Upp komast svik um síðir – Sviðsetti eigið sjálfsvíg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég veit hver myrti Emilie Meng“

„Ég veit hver myrti Emilie Meng“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvæntur atburður í svefnherberginu – „Ég hef aldrei verið svona hrædd á lífsleiðinni“

Óvæntur atburður í svefnherberginu – „Ég hef aldrei verið svona hrædd á lífsleiðinni“