fbpx
Miðvikudagur 20.október 2021
Pressan

Þau urðu bestu vinir þrátt fyrir að vera af sitthvorri tegundinni – Hjartnæmt augnablik í september markaði þáttaskil

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 06:11

Mathieu Shamavu og Ndakazi í bakgrunninum ásamt Nedze. Mynd:Twitter/Virungaþjóðgarðurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir segja að hundar séu bestu vinir mannanna. En ef einhver spyr Andre Bauma, sem býr í Kongó, út í þetta þá segist hann örugglega vera ósammála. Ástæðan er að hann starfar í Virunga þjóðgarðinum þar sem hluti af hinum fáum górillum, sem eftir eru úti í náttúrunni, halda sig. Á milli hans og górillunnar Ndakazi mynduðust sérstök tengsl sem vörðu árum saman.

Sumir muna kannski eftir Ndakazi síðan mynd af Mathieu Shamavu, öðrum þjóðgarðsverði, og henni í bakgrunninn fór sigurför um netheima. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá tók Shamavu sjálfsmynd og í bakgrunninum hermdu Ndakazi og Ndeze eftir honum og stilltu sér upp. Var uppstilling þeirra ekki síðri en uppstillingar margra samfélagsmiðlastjarna og áhrifavalda.

Það dró ekki úr áhuga fólks á Ndakazi þegar skýrt var frá ýmsu varðandi æsku hennar. Hún og systir hennar Ndeze fæddust 2007 og tilheyrðu góðri fjölskyldu. En þeirra ógæfa var að fæðast í Kongó þar sem ófriður hafði ríkt árum saman. Skömmu eftir að systurnar fæddust drápu herskáir uppreisnarmenn alla fjölskylduna nema systurnar. Þegar þjóðgarðsverðir komu á vettvang fundu þeir Ndakazi sem ríghélt í líflausan líkama móður sinnar.

Bauma og Ndakazi. Mynd:Virungaþjóðgarðurinn

 

 

 

 

 

 

Systurnar, sem voru tveggja mánaða, voru fluttar í þjóðgarðinn og þar hitti Ndakazi fyrrnefndan Andre Bauma í fyrsta sinn. Þessa fyrstu nótt hennar sem munaðarleysingja hélt hann henni í fangi sínu og veitti henni hlýju og öryggi. Þetta var upphafið á ævilangri vináttu þeirra. Bauma varð eins og foreldri hennar sem hún gat alltaf leitað öryggis og huggunar hjá. Fyrir Bauma varð Ndakazi eins og barn sem fékk hann alltaf til að brosa.

Bauma og Ndakazi. Mynd:Virungaþjóðgarðurinn

 

 

 

 

 

 

 

 

En allt hefur sinn tíma og það á einnig við um samband manns og górillu. Á síðustu árum hrakaði heilsu Ndakazi mjög og hún varð sífellt veikari. Í lok september var svo komið að kraftar hennar voru á þrotum. 26. september sat Bauma upp við vegg í Virunga og Ndakazi hallaði sér upp að honum og andardráttur hennar varð sífellt þyngri. Að lokum ríkti þögn. Ndakazi hafði tekið sinn síðasta andardrátt og það í faðmi mannsins sem bjargaði lífi hennar fyrir 14 árum.

Síðustu stundirnar saman. Mynd:Virungaþjóðgarðurinn

 

 

 

 

 

 

„Ég er stoltur af að geta kallað Ndakazi vinkonu mína. Ég elskaði hana eins og barn og þessi glaðværa persóna fékk mig alltaf til að brosa þegar ég var með henni,“ sagði Bauma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ölvaður ók á stólpa
Pressan
Í gær

Stór breyting hjá British Airways – Ekki má lengur ávarpa farþega með „dömur mínar og herrar“

Stór breyting hjá British Airways – Ekki má lengur ávarpa farþega með „dömur mínar og herrar“
Pressan
Í gær

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti eiginmann sinn til 25 ára – „Ég reyndi að stinga hann í hjartað en hann var ekki með hjarta“

Myrti eiginmann sinn til 25 ára – „Ég reyndi að stinga hann í hjartað en hann var ekki með hjarta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háttsettur landflótta Norður-Kóreumaður segir að hryðjuverk séu „pólitískt verkfæri“

Háttsettur landflótta Norður-Kóreumaður segir að hryðjuverk séu „pólitískt verkfæri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar ljósmyndir frá Mars munu gagnast við leit að ummerkjum um líf

Nýjar ljósmyndir frá Mars munu gagnast við leit að ummerkjum um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaldasti vetur sögunnar á Suðurskautinu

Kaldasti vetur sögunnar á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvíta húsið varar Bandaríkjamenn við vöruskorti fyrir jólin

Hvíta húsið varar Bandaríkjamenn við vöruskorti fyrir jólin