fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Sakamál: Ung ólétt kona numin á brott eftir að hafa fylgst með dularfullum grænum bíl – Var hún vitlaust skotmark?

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 23. október 2021 20:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1991 var tvítug ólétt bandarísk kona numin á brott úr heimabæ sínum. Um er að ræða ansi óhugnanlegt og jafnframt dularfullt mál, sem er enn þá óleyst. Konan fannst aldrei, en margar kenningar eru til um hvarfið. Á þessu ári komu nýjar og áhugaverðar vísbendingar í ljós í málinu.

Angela Hammond bjó ásamt fjölskyldu sinni í bandaríska smábænum Clinton í Missouri-fylki. Hún hafði staðið sig vel í skóla, þótti bráðgáfuð og var vinsæl. Hún átti kærasta, Rob Shafer, sem þótti bera þessa sömu kosti. Þeir sem þekktu þau segja að þau hafi náð vel saman og telja að samband þeirra hafi verið gott og heilbrigt. Angela og Rob voru trúlofuð, leigðu íbúð saman og áttu von á barni.

Þann fjórða apríl árið 1991 bauð móðir Angelu unga parinu í kvöldmat. Eftir matarboðið fór Rob einn í foreldrahús til þess að passa litla bróður sinn en Angela fór á rúntinn með vinkonu sinni.

Þegar nálgaðist miðnætti skutlaði Angela vinkonu sinni heim. Hún var þreytt og ætlaði því að gista frekar heima hjá móður sinni sem var í grenndinni, en hjá Rob sem átti von á henni. Hún ákvað því að hringja í hann og láta vita af gististað sínum.

Fylgdist með dularfullum bíl úr símaklefa

Það var enginn heimasími heima hjá móður Angelu og því skaust hún í næsta tíkallasíma og hringdi úr honum í Rob. Rob setti ekkert út á breyttar áætlanir hennar og þau spjölluðu saman í nokkurra stund.

Símaklefinn sem Angela notaðist við var við autt bílastæði. En á meðan hún talaði við Rob tók hún eftir grænum Ford pallbíl keyra um bílastæðið. Henni fannst þessi bíll grunsamlegur og lýsti honum fyrir kærastanum.

Bílnum var síðan ekið í burtu en svo birtist hann skyndilega aftur. Þá bílstjórinn steig út og fór í símaklefann sem var við hlið Angelu. Hann var þar inni í stutta stund, fór aftur í bílinn sinn, náði í vasaljós og virtist vera að leita að einhverju.

Angelu var farið að líða illa yfir þessu. Henni datt í hug að hinn síminn væri bilaður og spurði manninn hvort hann þyrfti að nota símann sem hún var að tala í, en hann svaraði neitandi. Parinu fannst það ekki hughreystandi og því ákvað Angela að lýsa manninum fyrir Rob.

Samkvæmt lýsingunni var maðurinn hvítur á hörund, klæddur í vinnugalla, með derhúfu, skeggjaður og mjög skítugur.

Heyrðu öskur og elti bílinn

Skyndilega heyrði Rob öskur unnustu sinnar í gegnum símtólið. Og heyrði svo karlmannsrödd segja: „Ég þurfti ekkert að nota þennan síma.“ Þá var símtalinu slitið.

Rob hljóp úr húsinu sínu, inn í bílinn sinn og keyrði í áttina að símaklefanum, en það var nokkurra mínútna akstur.

Á leiðinni mætti hann grænum Ford pallbíl. Hann sá karlmann undir stýri og konu í farþegasætinu. Þegar hann keyrði fram hjá bílnum heyrði hann öskur: „Robbie, Robbie!“

Hann tók stóra U-beygju og byrjaði að elta bílinn en þurfti að hætta eftirförinni þegar bílinn hans bilaði og drap á sér. Hann reyndi að hlaupa á eftir bílnum, en þurfti á endanum að horfa á eftir honum keyra í burtu.

Í kjölfarið gerði Rob lögreglu viðvart um málið. Hún átti í einhverjum erfiðleikum með að trúa frásögn hans, en hóf þó leit á Angelu og græna bílnum.

Til að byrja með var sjálfur Rob grunaður, en vitnisburður hans þótti trúverðugur. Hann stóðst lygapróf og enginn aðstandandi taldi hann líklegan til að gera Angelu mein. Auk þess fannst bíll hans á þeim stað þar sem hann sagði að hann hefði bilað og önnur vitni sögðust hafa tekið eftir grænum Ford-bíl þar sem farþegi var öskrandi kona.

Málið var erfitt fyrir smábæinn. Flestir íbúar Clinton tóku þátt í leitinni að Angelu en þó með litlum árangri.

Bandaríska alríkislögreglan og fylkislögreglan í Missouri komu einnig að málinu og gátu fundið 1.500 ökutæki sem pössuðu við lýsingu Robs, en allt kom fyrir ekki. Engar sterkar vísbendingar lágu fyrir til þess að rannsaka málið frekar og Angela fannst aldrei.

Var Angela röng Angela?

Það var síðan á þessu ári sem lögreglan vestanhafs opinberaði ákveðinn anga rannsóknarinnar sem ekki hefur verið útilokaður. Mörgum árum eftir hvarf Angelu kom maður fram til lögreglu með upplýsingar sem hann taldi að gætu hjálpað til í málinu. Hann telur að sá sem nam Angelu á brott hafi í raun ætlað sér að nema aðra konu á brott.

Maðurinn telur að raunverulega skotmarkið hafi verið dóttir hans, sem einnig ber nafnið Angela og þótti mjög lík nöfnu sinni. En hún bjó í þessum sama bæ árið 1991.

Ástæðan er sú að maðurinn hafði verið uppljóstrari lögreglunnar. Upplýsingar og vitnisburður frá honum höfðu mikil áhrif í dómsmáli er varðaði skipulagða glæpastarfsemi og því var ástæða fyrir því einhver myndi vilja hefna sín á honum.

Sama dag og Angela var numin á brott fékk þessi maður hótunarbréf, sett saman úr dagblaðaúrklippum, þar stóð: „Halló [***] Við vitum hver þú ert [***] Fólk eins og þú á skilið það sem þú færð. Við vitum hvar dóttir þín er. Hún mun bráðlega hitta okkur.“

Lögreglan segist ekki útiloka þessa tilgátu en ekki er vitað hvort einhver sé grunaður um verknaðinn. Lögreglan hefur opinberað þessar upplýsingar í von um að frekari upplýsingar varðandi málið komist upp á yfirborðið í kjölfarið.

Aðrar kenningar og tilgátur varðandi málið eru á þann veg að Angela hafi orðið fórnarlamb raðmorðingja. Þá telja einhverjir sig hafa séð Angelu víðs vegar um Bandaríkin en ekkert slíkt hefur verið staðfest.

Bréfið sem maðurinn fékk sent sama sag og Angela var numin á brott.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump