fbpx
Fimmtudagur 20.janúar 2022
Pressan

Martraðarkennt sníkjudýr vekur athygli – Eina þekkta dæmi þess að sníkjudýr komi í stað líffæris hjá hýsilnum

pressan
Föstudaginn 22. október 2021 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni birti starfsmaður Galveston Islands-þjóðgarðsins í Texas mynd af fiski á Facebook-síðu þjóðgarðsins  sem vakið hefur mikla athygli. Það er ekki fiskurinn sjálfur, sem er af tegundinni Atlantsbaular (e. Atlantic Croaker), sem vakti athygli heldur sníkjudýr í munni hans. Tilvist þess er martraðarkennd í meira lagi en USA Today fjallar um málið.

„Þetta sníkjudýrið stöðvar blóðflæði í tungu fisksins þar til hún veslast upp. Þegar tungan dettur út festir sníkjudýrið sig í munni fisksins í stað tungunnar og lifir þar góðu lífi,“ segir í Facebook-færslu þjóðgarðsins.

Þar kemur einnig fram að um sé að ræða eina þekkta dæmi þess að sníkjudýr komi í stað líffæris hjá hýsilnum.

„Það getur komið fólki á óvart að kíkja inn í munn fisks og mæta þar augum sem stara á þig,“ segir Mark Fisher, vísindamaður hjá þjóðgarðinum, í samtali við USA Today. Að hans sögn eru slík sníkjudýr algeng í sumum tegundum fiska, þar á meðal Atlantsbaulara.

Sníkjudýrið heitir Cymothoa exigua en er iðulega kallað því geðslega nafni tunguétandi lús. Rétt er að geta þess að sníkjudýrið kræfa drepur hvorki fiskinn né er það skaðlegt mönnum.

Nýlega vakti myndband á Tiktok mikla athygli þar sem fjallað var um tilvist snýkjudýrsins.

@mndiaye_97I shouldn’t even give y’all a warning, y’all should expect this #fyp#nature#scary#cursedimages

♬ Spooky, quiet, scary atmosphere piano songs – Skittlegirl Sound

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðarkall barst frá Tonga – Fyrstu myndirnar af hamfarasvæðinu

Neyðarkall barst frá Tonga – Fyrstu myndirnar af hamfarasvæðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á

Fyrsta lestaferðin frá Norður-Kóreu síðan heimsfaraldurinn skall á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir ótrúlegu atburðir í nóvember 1978 – Er sannleikurinn loksins kominn fram?

Hinir ótrúlegu atburðir í nóvember 1978 – Er sannleikurinn loksins kominn fram?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann

Þetta er appið sem þú ættir að halda þig frá fyrir háttatímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti

Frakkar banna sölu á ávöxtum og grænmeti í plasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar

Auknar njósnir erlendra ríkja í Danmörku – Kína og Rússland nefnd sérstaklega til sögunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl