fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Pressan

Martraðarkennt sníkjudýr vekur athygli – Eina þekkta dæmi þess að sníkjudýr komi í stað líffæris hjá hýsilnum

pressan
Föstudaginn 22. október 2021 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni birti starfsmaður Galveston Islands-þjóðgarðsins í Texas mynd af fiski á Facebook-síðu þjóðgarðsins  sem vakið hefur mikla athygli. Það er ekki fiskurinn sjálfur, sem er af tegundinni Atlantsbaular (e. Atlantic Croaker), sem vakti athygli heldur sníkjudýr í munni hans. Tilvist þess er martraðarkennd í meira lagi en USA Today fjallar um málið.

„Þetta sníkjudýrið stöðvar blóðflæði í tungu fisksins þar til hún veslast upp. Þegar tungan dettur út festir sníkjudýrið sig í munni fisksins í stað tungunnar og lifir þar góðu lífi,“ segir í Facebook-færslu þjóðgarðsins.

Þar kemur einnig fram að um sé að ræða eina þekkta dæmi þess að sníkjudýr komi í stað líffæris hjá hýsilnum.

„Það getur komið fólki á óvart að kíkja inn í munn fisks og mæta þar augum sem stara á þig,“ segir Mark Fisher, vísindamaður hjá þjóðgarðinum, í samtali við USA Today. Að hans sögn eru slík sníkjudýr algeng í sumum tegundum fiska, þar á meðal Atlantsbaulara.

Sníkjudýrið heitir Cymothoa exigua en er iðulega kallað því geðslega nafni tunguétandi lús. Rétt er að geta þess að sníkjudýrið kræfa drepur hvorki fiskinn né er það skaðlegt mönnum.

Nýlega vakti myndband á Tiktok mikla athygli þar sem fjallað var um tilvist snýkjudýrsins.

@mndiaye_97I shouldn’t even give y’all a warning, y’all should expect this #fyp#nature#scary#cursedimages

♬ Spooky, quiet, scary atmosphere piano songs – Skittlegirl Sound

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa kveikt í bólusetningarmiðstöð í Horsens – Eiga allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Tveir handteknir grunaðir um að hafa kveikt í bólusetningarmiðstöð í Horsens – Eiga allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu vinna bóluefnaframleiðendur að núna vegna Ómíkron

Þessu vinna bóluefnaframleiðendur að núna vegna Ómíkron
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óveður í Danmörku – Neyddust til að gista í verslun IKEA

Óveður í Danmörku – Neyddust til að gista í verslun IKEA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona glæpaforingja dæmd í fangelsi

Eiginkona glæpaforingja dæmd í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er línuritið sem allir tala um – Sláandi munur

Þetta er línuritið sem allir tala um – Sláandi munur
Pressan
Fyrir 3 dögum

LeBron James smitaður af kórónuveirunni

LeBron James smitaður af kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottaleg meðferð foreldra á 16 ára pilti – Laminn og kallaður bjáni og hundur

Hrottaleg meðferð foreldra á 16 ára pilti – Laminn og kallaður bjáni og hundur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegt slys – Viðbrögð lögreglumannsins voru ótrúleg

Skelfilegt slys – Viðbrögð lögreglumannsins voru ótrúleg