fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Pressan

Netverjar æfir eftir að myndband birtist af leynilegum birgðum Walmart af hinni ófáanlegu Playstation 5

pressan
Miðvikudaginn 20. október 2021 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem birtist á TikTok og er sagt afhjúpa gífurlegar birgðir af leikjatölunni eftirsóttu Playstation 5 hefur sett netið á hliðina.

Eftirspurnin eftir leikjatölunni er gífurleg og hafa margir beðið þess með eftirvæntingu að fá dýrgripinn í hendurnar. Hér á landi seljast heilu vörubrettin upp af tölvunni áður en sendingin er svo mikið sem lögð af stað til landsins og margir hafa í marga mánuði beðið á biðlistum eftir að röðin komi að sér.

Því vakti það töluverða reiði þegar umrætt myndband birtist af eigandalausum leikjatölvum sem af óútskýrðum ástæðum hafa ekki verið settar í sölu hjá Walmart.  Í myndbandinu má heyra konu segja: „Þetta er ástæðan fyrir því að þið eigið ekki PS% – því Walmart er að hamstra þeim.“

Rúmlega milljón manns hafa nú horft á myndbandið sem birtist fyrst í síðustu viku og hafa margir lýst yfir reiði og vonbrigðum í athugasemdum.

Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember á síðasta ári en framleiðandinn, Sony í Japan, hefur ekki getað annað eftirspurn og lent í hráefnaskorti sem hefur takmarkað framleiðsluna umtalsvert. Út um heiminn allan seljast tölvurnar oftast áður en hægt er að stilla þeim upp í búðunum og þeir sem eru of svifaseinir sitja eftir vonsviknir og pirraðir.

„Gaur, ég sver til Guðs að þetta er ekki lygi. Ég vann í dreifingamiðstöð Walmart og þeir erum með rúmlega 2.000 PS5 tölvur,“ sagði einn í athugasemdum.

„Bókstaflega allir starfsmenn geta fengið leyfi til að fara á lagerinn og kaupa eina fyrir sjálfa sig,“ skrifar annar. 

„Ég vinn í vöruhúsi Walmart og já við erum með heilu vörubrettin f tölvunni út um allt. Ég vildi að ég mætti taka eina en neibb,“ skrifar annar. 

„Gaur þeir eru að selja þetta á uppsprengdu verði. Sjúklega lélegt,“ skrifar enn einn. 

„Ég vinn hjá Gamestop og ég er búin að heyra frá svo mörgum að Walmart eigi PS5 en séu að selja þær á uppsprengdu verði á meðan við erum að selja þá á innkaupsverði og fáum engar sendar,“ segir enn einn. 

„Þetta stemmir. Ég vann hjá Target þar til nýlega og við áttum PS5 á lager mánuðum saman og máttum ekki selja þær.“ 

Hér á landi hefur töluvert borið á ps5 tölvur séu seldar á sölusíðum á Facebook og víðar á uppsprengdu verði. DV hefur heyrt af tölvu sem fór jafnvel á 150 þúsund krónur í slíkum hóp. Ljóst er að einhverjir leggja mikið á sig til að ná tölvunum til að hagnast á endursölu þeirra, enda leikur á borði að gera slíkt þegar eftirspurn er svona gífurleg og framboðið jafn lítið og hér um ræðir.

Hiroki Totoki, fjármálastjóri Sony, greindi nýlega frá því að lítið framboð megi skýra af hráefnaskorti. „Það er erfitt fyrir okkur að auka framleiðslu á PS þegar það er skortur á hálfleiðurum og öðrum íhlutum. Við höfum ekki náð að svara þessari miklu eftirspurn viðskiptavina að fullu en við erum að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að senda út eins margar tölvur og við mögulega getum til þeirra viðskiptavina sem eru að bíða eftir ps5.“

@hishamhasan3 #fyp #walmart ♬ BOZO ALERT – Janice

Independent vakti athygli á málinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Líklega verða allir bólusettir, búnir að ná sér eftir smit eða dánir við vetrarlok“

„Líklega verða allir bólusettir, búnir að ná sér eftir smit eða dánir við vetrarlok“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögðu á flótta og skildu eftir miða handa börnunum sínum – Umfangsmikil leit lögreglunnar

Lögðu á flótta og skildu eftir miða handa börnunum sínum – Umfangsmikil leit lögreglunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Frostaveturinn mikli 1918 – Hvað olli honum?

Frostaveturinn mikli 1918 – Hvað olli honum?