fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Pressan

Fann 900 ára gamalt krossfarasverð undan strönd Ísrael

pressan
Þriðjudaginn 19. október 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum fann kafari nokkur 900 ára gamalt krossfarasverð 200 metrum undan norðurströnd Ísraels. Í frétt CNN um málið er rætt við Koby Sharvit, stjórnanda hjá Fornleifastofnun Ísraels, og þa kemur fram að kafarinn hafi hann komið auga á sverðið og aðra fornmuni á hafsbotni, meðal annars akkeri úr málmi og steini og brot úr . Fundurinn átti sér stað þann 9. október síðastliðinn.
Sverðið var afar vel varðveitt á hafsbotni en kafarinn ákvað að taka það með sér upp á yfirborðið svo að því yrði ekki stolið eða myndi týnast á ný. Það virðist hafa legið í sandi á hafsbotni án þess að komast í tæri við súrefni. Stærð og lögun sverðsins virðist benda til þess að það hafi tilheyrt evrópskum krossfara en fundarstaðurinn var aðeins nokkrum kílómetrum frá Atlit-kastala sem var þekkt virki krossfara á sínum tíma.
Koby Sharvit með sverðið.
Mynd/AP
Krossferðirnar stóðu yfir á árunum 1096 til loka 13.aldar og var markmið þeirra að endurheimta hið helga land í Miðausturlöndum úr klóm múslima.
Sérfræðingar eru á einu máli um að ómetanlegan fund sé að ræða enda er sjaldgæft að slíkir dýrgripir komi í leitirnar. Svæðið sem sverðið fannst á var vinsæll viðkomustaður kaupskipa um margar aldir og því er talið að mikið af sambærilegum dýrgripum leynist á hafsbotni. Svæðið hefur verið undir sérstöku eftirliti síðan í sumar en þá fundust fornleifar á hafsbotni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Líklega verða allir bólusettir, búnir að ná sér eftir smit eða dánir við vetrarlok“

„Líklega verða allir bólusettir, búnir að ná sér eftir smit eða dánir við vetrarlok“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið

Hrottalegt morðmál skekur Svíþjóð – Stjórnmálamaður handtekinn – Grunaður um að hafa sundurhlutað líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögðu á flótta og skildu eftir miða handa börnunum sínum – Umfangsmikil leit lögreglunnar

Lögðu á flótta og skildu eftir miða handa börnunum sínum – Umfangsmikil leit lögreglunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda

11 ára stúlka fór í sund og smitaðist af lekanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Frostaveturinn mikli 1918 – Hvað olli honum?

Frostaveturinn mikli 1918 – Hvað olli honum?