fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Pressan

Háttsettur landflótta Norður-Kóreumaður segir að hryðjuverk séu „pólitískt verkfæri“

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. október 2021 18:30

Kim Jong-un lifir lúxuslífi á meðan þjóðin sveltur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum ofursti í Norður-Kóreu segir að vopnaviðskipti og fíkniefnaframleiðsla séu aðferðir sem einræðisstjórnin í landinu noti til að útvega leiðtoga landsins fé. Þá séu hryðjuverk „pólitískt verkfæri“.

Þetta kemur fram í viðtali BBC við manninn sem er nefndur Kim Kuk-song en það er væntanlega ekki hans rétta nafn. Hann flúði til Suður-Kóreu fyrir sjö árum en þrátt fyrir að svo langt sé um liðið frá flótta hans óttast hann enn að yfirvöld í Norður-Kóreu nái til hans.

BBC segir að þetta sé í fyrsta sinn sem svo háttsettur Norður-Kóreumaður veitir fjölmiðlum viðtal. BBC gat ekki staðfest allt sem hann sagði en hægt var að staðfesta hver hann er og einnig fundust sannanir sem styðja það sem hann segir um einræðisstjórnina.

Frá Norður-Kóreu

 

 

 

 

 

 

 

Hann eyddi 30 árum í að vinna sig upp innan norðurkóresku leyniþjónustunnar. Þar segist hann hafa stjórnað hryðjuverkahópi sem Kim Jong-un, einræðisherra, setti á laggirnar til heiðurs föður sínum, Kim Jong-il, á meðan hann var enn á lífi. Verkefni hópsins var að myrða flóttamenn og þá sem gagnrýndu stjórnvöld. Hann sagði BBC að í Norður-Kóreu séu hryðjuverk pólitískt verkfæri sem er notað til að tryggja stöðu Kim Jong-un.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu neita alltaf ásökunum þegar þau eru tengd við eitthvað neikvætt sem gerist á alþjóðavettvangi. En Kim Kuk-song benti á tvo atburði sem hann segir að hafi átt sér stað eftir fyrirskipun frá æðstu stöðum. Annar er að árið 2010 var tundurskeyti skotið á suðurkóreska herskipið Cheonan. 46 létust. Norður-Kórea neitaði að hafa verið að verki. Síðar þetta sama ár skutu Norður-Kóreumenn á suðurkóresku eyjuna Yeonggpyeong. Tveir hermenn og tveir óbreyttir borgarar létust. „Í Norður-Kóreu er ekki hægt að leggja veg án leyfis frá æðsta leiðtoganum. Skotárásin á skipið og skotárásin á eyjuna hefðu aldrei átt sér stað að frumkvæði lágt settra. Svona aðgerðir eru gerðar eftir fyrirskipun Kim Jong-un,“ sagði hann.

Fíkniefni og vopnaviðskipti

Meirihluti norðurkóresku þjóðarinnar býr við afar þröngan kost, fátækt og matarskort. En það er mikilvægt í huga einræðisstjórnarinnar að viðhalda lúxuslífsstíl einræðisherrans. Kim Kuk-song sagði að til þess að það sé hægt sé ýmsum aðferðum beitt.

Óvíða er gæslan meiri en á landamærum Kóreuríkjanna. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

 

Þegar mikil hungursneyð skall á landinu árið 1990 var honum fyrirskipað að útvega þáverandi einræðisherra, Kim Jong-il, fé til að hann gæti viðhaldið lúxuslífi sínu. Þetta var leyst með því að hefja framleiðslu á metamfetamíni sem var síðan selt fyrir dollara.

Kim Kuk-song skýrði einnig frá umfangsmikilli vopnaframleiðslu og að meðal annars séu vopn seld til ríkja þar sem borgarastríð geisar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Var haldið fanginni í 17 ár ásamt tólf systkinum sínum – Fengu ekki að fara í bað og voru læst inni í hundabúrum

Var haldið fanginni í 17 ár ásamt tólf systkinum sínum – Fengu ekki að fara í bað og voru læst inni í hundabúrum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástralar senda lögreglumenn og hermenn til Salómonseyja til að stilla til friðar

Ástralar senda lögreglumenn og hermenn til Salómonseyja til að stilla til friðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Smitaðist viljandi af kórónuveirunni – Það var heimskulegt

Smitaðist viljandi af kórónuveirunni – Það var heimskulegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Herða sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Andlitsgrímur og kórónupassi í aðalhlutverki

Herða sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Andlitsgrímur og kórónupassi í aðalhlutverki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni

Sjö konur lögsækja Katar eftir að hafa verið neyddar í skoðun hjá kvensjúkdómalækni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“

„Þeir óbólusettu bera ábyrgð á árás á heilbrigðiskerfið okkar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hertar sóttvarnaaðgerðir í Austurríki frá og með deginum í dag

Hertar sóttvarnaaðgerðir í Austurríki frá og með deginum í dag
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ellilífeyrisþegi drap björn sem hafði rifið annan fótinn af honum

Ellilífeyrisþegi drap björn sem hafði rifið annan fótinn af honum