fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Pressan

Móðir réðst á grunnskólakennara og þarf nú að glíma við afleiðingarnar – „Mér líður eins og lífið mitt sé búið“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 16. október 2021 07:30

Mynd: Birmingham Mail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

28 ára móðir að nafni Chantae Mitchell réðst á grunnskólakennara dóttur sinnar í vor og líf hennar umturnaðist í kjölfarið. Chantae var dæmd í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla kennarann og slá ítrekað í höfuð hans með símanum sínum. Þrátt fyrir að hún þurfi ekki að sitja inni þá er líf hennar gjörbreytt.

Fyrir árásina vann Chantae í umönnunarstarfi, hún var kennari fyrir börn í viðkvæmri stöðu sem glíma við geðheilbrigðisvandamál. Nú er starf hennar í hættu en hún er núna í tímabundnu leyfi frá vinnunni.

Yfirmenn hennar eiga eftir að taka ákvörðun um hvort hún fái að halda starfinu en Chantae er ekki vongóð. „Mér hefur verið sagt að ég þurfi að breyta um starfsferil,“ segir hún í samtali við Birmingham Mail um málið.

„Mér líður eins og lífið mitt sé búið. Ég sit hérna og er að reyna að hugsa hvað ég geti gert við lífið mitt núna.“

Þá segir hún að hún hafi reynt að taka eigið líf eftir árásina.

„Það tók mig tíma að reyna að skilja hvað var í gangi, á einum tímapunkti reyndi ég að enda þetta allt saman,“ segir hún en tveimur mánuðum eftir árásina var brunað með hana á sjúkrahús eftir að hún tók of stóran skammt af lyfjum.

Að lokum varar Chantae aðra foreldra við að feta í sín fótspor. „Ekki gera það, það verða afleiðingar.“

Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða hugsa um að skaða sig eru minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið.

Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar hér.

Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenningarnar fóru á flug eftir að dánarorsök Laundries var opinberuð – „Hvar er byssan?“

Samsæriskenningarnar fóru á flug eftir að dánarorsök Laundries var opinberuð – „Hvar er byssan?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjánum

Talibanar vilja færri konur á sjónvarpsskjánum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvað kom fyrir Kim Jong-un?

Hvað kom fyrir Kim Jong-un?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er Deltaafbrigði kórónuveirunnar búið að eyða sjálfu sér? Ótrúleg þróun faraldursins í Japan

Er Deltaafbrigði kórónuveirunnar búið að eyða sjálfu sér? Ótrúleg þróun faraldursins í Japan