fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Pressan

Telja sig hafa fundið Örkina hans Nóa

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. október 2021 17:15

Er örkin fundin? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman hafa Tyrkir og Armenar deilt um hvar Örkin hans Nóa, eða öllu heldur leifar hennar, eru. Nú telja Tyrkir sig hafa staðsett hana með mikilli vissu.

Hún fannst að vísu í eyðimörk í austurhluta Tyrklands árið 1959 en nú telja Tyrkir sig hafa styrkt málstað sinn enn frekar með þrívíddarmyndum.

Lengi hefur verið deilt um hvernig geti staðið á því að örkin sé á fjallstoppi í Agrihéraðinu í Tyrklandi og hafa bæði vísindamenn og leikmenn verið ósammála um þetta allar götur síðan 1959. Að auki hafa Tyrkir og Armenar deilt um þetta og fullyrt að örkin væri í landinu þeirra.

Í Fyrstu Mósebók stendur að örkin hafi strandað við fjallið Arat sem er í dag í norðaustanverðu Tyrklandi, 32 kílómetrum frá landamærunum að Armeníu.

Politiken segir að þrívíddarmyndirnar sýni svo engin vafi leiki á að skip sé við fjallstoppinn. Fram kemur að bandarískir og tyrkneskir vísindamenn hafi staðfest þetta og að þeir telji hugsanlegt að hér sé um Örkina hans Nóa að ræða. En það þarf að rannsaka þetta betur og staðfesta með óyggjandi hætti að svo sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl
Pressan
Í gær

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“
Pressan
Í gær

Vilja setja flóðhesta á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu

Vilja setja flóðhesta á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er í gangi? Jörðin snýst hraðar en áður, eða hvað?

Hvað er í gangi? Jörðin snýst hraðar en áður, eða hvað?