fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
Pressan

Lögreglumaður hlóð niður barnaníðsefni en sleppur við fangelsi – Myndir af 10 til 12 ára stelpum í tölvunni

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 10. október 2021 19:00

Thomas Blant

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Plant, 38 ára gamall lögreglumaður frá bænum Ashford á Englandi, var handtekinn í janúar í fyrra fyrir að hlaða niður barnaníðsefni. Um er að ræða myndir af stelpum sem sagðar eru vera 10 til 12 ára gamlar.

Rannsakendur í málinu komust að því að Thomas hafði hlaðið niður myndum af barnaníðsvefsíðu en hann hlóð myndunum á heimili sínu í Ashford. Thomas notaðist við forritið The Onion Router (TOR) til að komast inn á barnaníðsvefsíðuna en forritið gerir notendum kleift að vafra nafnlaust um veraldarvefinn. Þá geta notendur forritsins einnig farið inn á síður sem eru lokaðar á hinu venjulega interneti.

Lögreglan gerði töluvert magn af tölvutækjum Thomas upptæk. Til að mynda var Lenovo fartölvan hans og Samsung sími hans tekin til rannsóknar. Thomas neitaði að gefa upp öryggisnúmerið fyrir tæki sín þegar hann var handtekinn en lögreglan komst þó í gögnin í tölvutækjunum hans.

Thomas, sem er tveggja barna faðir, fékk að losna gegn tryggingu en var svo aftur handtekinn mánuði síðar eftir að tölvutæki hans voru skoðuð nánar.

Við nánari skoðun fannst mikið magn af barnaníðsefni í tölvutækjum hans. Thomas hafði reynt að eyða myndunum en sönnunargögn sýna að Thomas hafði verið viðloðinn barnaníðsefni frá árinu 2011.

Svívirðileg misnotkun á trausti

Thomas vann sem lögregluþjónn á þeim tíma sem brotin voru framin. Honum var tímabundið vikið úr starfi þegar hann var handtekinn og síðan var honum vísað úr starfi að fullu.

Thomas játaði brot sín og var dæmdur í 12 mánaða fangelsi en athygli vekur að það er skilorðsbundið. Auk skilorðsbundna fangelsisdómsins verður Thomas settur á lista yfir kynferðisafbrotamenn og verður hann á þeim lista í 10 ár.

„Afbrot Blant eru dæmi um svívirðilega misnotkun á trausti,“ segir Martin Ludlow, rekstrarstjóri hjá NCA (National Crime Agency) í Bretlandi, um málið. „Starf hans sem lögregluþjónn felst í því að vernda almenning. Þess í stað sótti hann barnaníðsefni fyrir sína eigin kynferðislegu ánægju.“

Martin sagði að rannsóknin á þessu máli sýni að enginn geti falið niðurhal á barnaníðsefni. „Við munum nota öll okkar tæki og tól til að komast að því hvaða fólk er að gera svona lagað og við munum sjá til þess að það fólk verði dregið fyrir dóm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 18 klukkutímum
Facebook breytir um nafn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook

Þetta er fólkið sem er á leynilegum svörtum lista Facebook
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynileg skjöl – CIA missir alltof marga uppljóstrara í útlöndum

Leynileg skjöl – CIA missir alltof marga uppljóstrara í útlöndum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það vantar 40.000 hjúkrunarfræðinga á Englandi

Það vantar 40.000 hjúkrunarfræðinga á Englandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaldasti vetur sögunnar á Suðurskautinu

Kaldasti vetur sögunnar á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bóndi dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir mannrán, nauðgun og morð

Bóndi dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir mannrán, nauðgun og morð