fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Svona er hægt að bæta svefninn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. október 2021 21:00

Ætli þau sofi vel?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú átt erfitt með svefn þá ertu í hópi fjölmargra sem glíma við sama vandamál. En hugsanlega getur þú bætt svefngæðin enda er það mikilvægt því rannsóknir hafa sýnt að of lítill svefn getur hafa alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar.

Niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, sem 2.700 manns tóku þátt í, sýna að fólk sem sefur nakið sefur betur. Samkvæmt niðurstöðunum þá var 26.5% af svefni hinna nöktu REM-svefn en það er hinn djúpi svefn þar sem heilinn og líkaminn hvílast best. Hjá þeim sem ekki sváfu naktir var hlutfallið 17,5%. Til að svefn teljist heilbrigður þá þarf REM-svefninn að vera um 25% af heildarsvefninum.

Auk þess að bæta svefngæðin þá hefur það fleiri jákvæða hluti í för með sér að sofa nakin(n). Til dæmis vaknar fólk ekki upp með teygjuför eftir náttbuxurnar, í bol sem hefur ekki snúist með líkamanum þegar fólk byltir sér í svefni og líkamshitinn er lægri. Þess utan eykur nektarsvefn sæðisframleiðslu karla og umhverfi sæðisfrumna verður betra því eistun hitna ekki of mikið og þrýstast ekki saman í þröngum nærbuxum. Fyrir konur gerir þetta kynfærin heilbrigðari því það loftar betur um og minni líkur eru á að fá sýkingu og sveppi.

Lægri hiti þýðir einnig, fyrir flesta, að líkamshitinn er lægri og það eykur brennslu hitaeininga á meðan sofið er. Þá liggur nú eiginlega í augum uppi að ef fólk sefur nakið aukast líkurnar á að kynlífslöngun taki völdin ef það hefur einhvern nakinn sér við hlið. Niðurstöður breskrar könnunar sýna að fólk, sem sefur nakið, er yfirleitt ánægðra með kynlíf sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin