fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Pressan

Trump gerir mislukkaðar tilraunir til að komast framhjá Twitter-banni – „Við látum ekki þagga niður í okkur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. janúar 2021 09:06

Trump á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. mynd/AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti var í gær bannaður frá samfélagsmiðlinum Twitter vegna áhyggna um að hann nýtti vettvanginn til að hvetja til óeirða og ofbeldis.  Um var að ræða persónulegan Twitter-reikning forsetans.

Trump hefur ekki tekið þessu þegjandi og hljóðalaust heldur fór hann á opinberan Twitter-reikning forsetaembættisins og skrifaði þar að Twitter séu sífellt að ganga lengra og lengra í því skerða tjáningarfrelsi og vinni með öfga vinstri sinnuðum, sem og demókrötum, að því að þagga niður í forsetanum.

Eins sagði Trump að hann sé að skoða að opna sinn eigin samfélagsmiðil.

„Við erum líka að skoða möguleikana í því að opna okkar eigin vettvang í náinni framtíð. Við munum ekki láta þagga niður í okkur. Twitter er sama um tjáningarfrelsi. Þeir vilja frekar vera öfga vinstri vettvangur þar sem nokkrar af skelfilegustu manneskjum heimsins fá að tjá sig eftir eigin hentisemi.“ 

Twitter eyddi færslunni út og talsmaður fyrirtækisins hefur sagt að unnið sé að því að koma í veg fyrir að forsetinn geti nýtt opinberan aðgang forsetaembættisins.

Trump reyndi einnig að nýta Twitter-reikning stuðningsmanna sinna, en eftir að sá reikningur birti færslu sem innihélt yfirlýsingu frá forsetanum þá var þeim reikning einnig lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna
Pressan
Í gær

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 20 dollara seðill er að minnsta kosti 57.000 dollara virði

Þessi 20 dollara seðill er að minnsta kosti 57.000 dollara virði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana