fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Pressan

Leigusali frá helvíti eyðilagði jólin – „Þetta er viðurstyggilegt“

pressan
Laugardaginn 9. janúar 2021 15:52

Leigusalinn og kærastinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda í Yamba, Ástralíu, segja að jólin þeirra hafi breyst í martröð eftir að leigusali þeirra kom sér fyrir í tjaldi í bakgarði þeirra. Þau sögðu sögu sína hjá A Current Affair.

Nicky og William misstu vinnur sínar vegna COVID-19 en Nicky fann aðra vinnu á sjúkrahúsi, sem krafðist þess að fjölskylda hennar flytti til að vera nær nýju vinnunni. Þau fundu því húsnæði og skrifuðu undir samning.

Nicky og William

Þau höfðu búið í húsinu í tvo mánuði þegar leigusalinn, Pascale Hubert og kærasti hennar, tjölduðu í bakgarðinum á jólanótt og neituðu að fara.

„Börnin okkar eru dauðhrædd, þau spyrja í sífellu „hverjir eru þetta?“ og við getum ekki gefið þeim nein svör,“ sagði Nicky í samtali við A Current Affair.

Eftir að leigusalinn kom sér fyrir í bakgarðinum fékk Nicky skilaboð „Kæru Nicky og William. Ég er eigandinn og fá og með deginum í dag mun ég búa í bakgarðinum.“

Í bakgarðinum er skúr en hann er ekki með rennandi vatni eða salernisaðstöðu.

„Ég sé að þau eru með fötu, sem þau kúka og pissa í. Það er viðurstyggilegt. Ég vil bara vita hver þau eru að tæma þessa fötu. Þau hljóta að vera að tæma hana einhvers staðar, er það ekki?,“ sagði William.

Parið hefur leitað til lögreglu og leigumiðlunarinnar en enginn getur aðstoðað þau. „Við getum ekki haft samband við bæjarráðið því það eru jól. En þetta er dagur 11 af því að búa með þau í bakgarðinum,“ sagði Nicky.

Þegar fréttamann bar að garði hitti hann fyrir leigusalann og kærasta hennar. Þau sögðu að þau hefðu fullan rétt á að vera í garðinum. „Garðurinn var ekki leigður út með húsnæðinu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna
Pressan
Í gær

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 20 dollara seðill er að minnsta kosti 57.000 dollara virði

Þessi 20 dollara seðill er að minnsta kosti 57.000 dollara virði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana