fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Pressan

Lokað á eitt helsta vígi forsetans til frambúðar – Öll tístin horfin

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 23:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter hefur lokað á reikning Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, til frambúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samfélagsmiðlarisanum. Þetta kemur einnig skýrlega fram ætli maður að skoða reikning forsetans, en öll tíst hans eru nú horfin í veg.

Twitter hefur verið helsta samskiptatæki Trump við áhangendur sína, en hann hefur eflaust verið ein mest áberandi fígúra forritsins. Aðrir miðlar líkt og Facebook og Instagram hafa lokað á hann tímabundið, eða þangað til Joe Biden tekur við forsetaembættinu eftir rúmar tvær vikur.

Líkt og flestir vita þá réðst stuðningsfólk Trump á Bandaríkjaþing síðastliðið miðvikudagskvöld, en forsetinn sjálfur hvatti það til að þramma frá mótmælum við Hvíta húsið að þinghúsinu. Miklar óeirðir sköpuðust og létu nokkrir lífið.

Svo virðist nú vera sem gjörðir Trump hafi haft einhverjar afleiðingar. Helstu samfélagsmiðlar hafa erfiðað honum til muna að koma skilaboðum sínum á framfæri og þá virðist vera sem Demókratar ætli að hefja ákæruferli gegn honum. Gangi hið síðarnefnda upp verður honum vikið úr embætti.

Sjá einnig: Ætla sér að hefja ákæruferli gegn Trump – Aftur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara aðra leið en aðrir í bólusetningum við kórónuveirunni – Þykir mjög spennandi

Fara aðra leið en aðrir í bólusetningum við kórónuveirunni – Þykir mjög spennandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega 4.500 COVID-19 dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhring

Tæplega 4.500 COVID-19 dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhring