fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Pressan

Þingmaður repúblikana vill Trump úr Hvíta húsinu – „Svo virðist vera sem forsetinn sé veruleikafirrtur“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 19:00

Donald Trump. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúadeildarþingmaðurinn Adam Kinzinger hefur kallað eftir því að 25. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna verði notað til að koma Donald Trump, Bandaríkjaforseta, úr embætti eftir atburði gærdagsins. Adam Kinzinger er repúblikani og þar af leiðandi flokksbróðir forsetans. Margir hafa velt því fyrir sér hvort repúblikanar muni snúa baki við Trump, en Kinzinger virðist vera dæmi um það.

Líkt og flestir vita þá réðust stuðningsmenn Donalds Trump inn í bandaríska þinghúsið í gærkvöld. Nokkrir létust í átökum tengdum þessum og hafa einhverjir haldið því fram að um sé að ræða „einn myrkasta dag í sögu Bandaríkjanna“. Ekki þóttu viðbrögð Donald Trump við óeirðunum eðlileg, sem hefur orðið til þess að samfélagsmiðlar hafa lokað reikningum hans.

Það er þó hægara sagt en gert að nýta 25. viðaukann, til þess þarf varaforseti og meirihluti ríkisstjórnar Trump að eiga þátt í að virkja hana. Þá gæti Trump mótmælt notkun viðaukanaum, sem myndi tefja ferlið um nokkurra daga, eða þangað til Bandaríkjaþing myndi kjósa um það. Gott er að taka fram að eftir tvær vikur mun Joe Boden taka við embætti forseta bandaríkjanna.

Adam Kinzinger tjáði að hann vildi nýta 25. viðauka stjórnarskrárnar í yfirlýsingu á Twitter í dag. Þar sagði hann:

„Ég er þungur á brún er ég óska eftir því að 25. viðauki stjórnarskrárnar verði virkjaður.“

https://twitter.com/RepKinzinger/status/1347207878801846276

Í viðtali við CNN sagði Kinzinger jafnframt:

„Þetta er auðvitað ekki auðvelt. Ég fór að sofa seint í nótt og var að velta þessu fyrir mér. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þingmenn væru að fjalla um samsæriskenningar um að það hefðu ekki verið stuðningsmenn Trump sem réðust inn í þinghúsið heldur einhverjir aðrir.

Þessi viðauki hefur verið notaður áður til að sjá til þess að stjórnvöld landsins funkeri, en svo virðist vera sem forsetinn sé veruleikafirrtur.“

Fleiri eru á sömu skoðun og Kinzinger. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings hefur til að mynda sagt að hann vilji Trump úr Hvíta húsinu og það strax. Hann segir að besta og skilvirkasta leiðin væri með 25. viðbótargreininni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara aðra leið en aðrir í bólusetningum við kórónuveirunni – Þykir mjög spennandi

Fara aðra leið en aðrir í bólusetningum við kórónuveirunni – Þykir mjög spennandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega 4.500 COVID-19 dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhring

Tæplega 4.500 COVID-19 dauðsföll í Bandaríkjunum síðasta sólarhring