fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Pressan

Telur að ekki verði hægt að slaka á sóttvörnum fyrr en í sumar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. janúar 2021 18:38

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis. Mynd: AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög er deilt um hvort Evrópusambandið sé að standa sig í stykkinu varðandi samninga um kaup á bóluefnum og hvort ríkjum sambandsins og ríkjum á borð við Ísland og Noreg sem eru tengd Evrópusambandinu, sé betur borgið í samflotinu um bólefnasamninga eða utan þess. Sebastian Kurz, hinn ungi kanslari Austurríkis (34 ára), telur að ekki verið hægt að slaka á samkomutakmörkunum þar í landi fyrr en í sumar.

Þetta kemur fram í viðtali við kanslarann í Kronen Zeitung. Kanslarinn segir að með heitara veðri og bólusetningum geti Austurríkismenn fyrst um frjálst höfuð strokið í sumar. „Þriðja bylgjan leggst núna þungt á mörg lönd, til dæmis Tékkland og Holland. Það mun taka nokkurn tíma þar til mikilvægir hópar hafa verið bólusettir,“ segir Kurz orðrétt.

Hann segir bóluefnið vera söguleg tímamót í baráttunni við faraldurinn. Kanslarinn hefur ekki verið sjálfur bólusettur enda segist hann vilja fylgja eðlilegri forgangsröðun varðandi bólusetningu. Hann segist hins vegar hafa fulla trúa á bóluefnunum sem þróuð hafa verið og hlakkar til þess tíma þegar bólusetningarnar leiða til þess að öllum hömlum vegna faraldursins verður aflétt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllingurinn í ísbúðinni – „Hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Hryllingurinn í ísbúðinni – „Hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
Pressan
Í gær

Trump sagður ætla að náða Steve Bannon – Uppfært

Trump sagður ætla að náða Steve Bannon – Uppfært
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ef Evrópa heldur að innflytjendur séu vandamál núna – bíðið þar til eftir 20 ár“

„Ef Evrópa heldur að innflytjendur séu vandamál núna – bíðið þar til eftir 20 ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Indverjar ætla að bólusetja 300 milljónir manna fyrir júlí

Indverjar ætla að bólusetja 300 milljónir manna fyrir júlí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi breytir lögum kaþólsku kirkjunnar til að konur geti gegnt stærra hlutverki – Mega þó ekki vera prestar

Frans páfi breytir lögum kaþólsku kirkjunnar til að konur geti gegnt stærra hlutverki – Mega þó ekki vera prestar
Pressan
Fyrir 3 dögum

COVID-19 hefur mikil áhrif á starfsfólk á gjörgæsludeildum – Helmingurinn hefur leitað í áfengi eða haft sjálfsvígshugsanir

COVID-19 hefur mikil áhrif á starfsfólk á gjörgæsludeildum – Helmingurinn hefur leitað í áfengi eða haft sjálfsvígshugsanir