Mjög er deilt um hvort Evrópusambandið sé að standa sig í stykkinu varðandi samninga um kaup á bóluefnum og hvort ríkjum sambandsins og ríkjum á borð við Ísland og Noreg sem eru tengd Evrópusambandinu, sé betur borgið í samflotinu um bólefnasamninga eða utan þess. Sebastian Kurz, hinn ungi kanslari Austurríkis (34 ára), telur að ekki verið hægt að slaka á samkomutakmörkunum þar í landi fyrr en í sumar.
Þetta kemur fram í viðtali við kanslarann í Kronen Zeitung. Kanslarinn segir að með heitara veðri og bólusetningum geti Austurríkismenn fyrst um frjálst höfuð strokið í sumar. „Þriðja bylgjan leggst núna þungt á mörg lönd, til dæmis Tékkland og Holland. Það mun taka nokkurn tíma þar til mikilvægir hópar hafa verið bólusettir,“ segir Kurz orðrétt.
Hann segir bóluefnið vera söguleg tímamót í baráttunni við faraldurinn. Kanslarinn hefur ekki verið sjálfur bólusettur enda segist hann vilja fylgja eðlilegri forgangsröðun varðandi bólusetningu. Hann segist hins vegar hafa fulla trúa á bóluefnunum sem þróuð hafa verið og hlakkar til þess tíma þegar bólusetningarnar leiða til þess að öllum hömlum vegna faraldursins verður aflétt.