Mánudagur 01.mars 2021
Pressan

Virgin Orbit komst út í geim á sunnudaginn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 17:30

LauncherOne. Mynd:Getty (COURTESY OF VIRGIN ORBIT)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta mánuðum eftir að fyrsta tilraun Virgin Orbit, sem er systurfyrirtæki Virgin Galactic geimferðafyrirtækis Richard Branson, til að skjóta eldflaug sinni LauncherOne út í geim mistókst, tókst það.

Á sunnudaginn heppnaðist geimskotið og eldflaugin flutti nokkra litla gervihnetti út í geiminn þar sem þeir fóru á braut um jörðina. Um svokallaða CubeSats er að ræða en þeir eru hluti af menntunarverkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA sem bandarískir háskólar taka þátt í.

Samkvæmt frétt The Guardian þá var eldflauginni sleppt neðan úr væng Boeing 747 undan strönd suðurhluta Kaliforníu. Skömmu síðar kviknaði á hreyflum hennar og hún þaut út í geiminn.

Virgin Orbit er meðal margra fyrirtækja sem eru að reyna að hasla sér völl á markaðnum fyrir flutning á litlum gervihnöttum út í geim. Keppinautarnir hjá Rocket Lab hafa sent 96 litla gervihnetti út í geim í 17 geimskotum. Virgin Orbit leggur áherslu á sveigjanleika með því að geta notað flugvelli um allan heim til geimskota sinna þar sem eldflaugarnar eru fluttar hátt upp í gufuhvolfið með Boeing 747 áður en þeim er skotið af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Sleppti börnunum fram af þriðju hæð

Sjáðu myndbandið: Sleppti börnunum fram af þriðju hæð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða

Finnar grípa til harðra sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kjósenda Trump mun styðja hann í nýjum flokki

Tæplega helmingur kjósenda Trump mun styðja hann í nýjum flokki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greip þá glóðvolga í trekanti

Greip þá glóðvolga í trekanti