Föstudagur 26.febrúar 2021
Pressan

35 ára kennari ákærð fyrir kynferðisbrot gegn nemanda sínum – „Hún bað hann um að hitta sig utan skóla“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 18. janúar 2021 18:00

Kandice Barber. Myndir: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kandice Barber, 35 ára gamall kennari, kom fyrir dóm í Bretlandi í dag en hún er ákærð fyrir kynferðisbrot. Kandice er sökuð um að hafa stundað kynlíf með barni undir lögaldri. Barnið sem um ræðir er strákur undir 16 ára aldri í skólanum sem hún vann í. The Sun greinir frá.

Kviðdómendum var sagt frá því í dag að Kandice hafi sent drengnum myndir af brjóstunum á sér ásamt dónalegum skilaboðum. Kandice er sögð hafa fengið símanúmerið hjá stráknum á viðburði í skólanum en að hún hafi falið númerið í símanum undir dulnefni áður en hún byrjaði að hafa samband við hann.

Richard Milne, saksóknari í málinu, segir að skilaboðin sem hún sendi hafi byrjað að vera kynferðisleg. „Hún bað hann um að hitta sig utan skóla, einhvers staðar í einrúmi,“ segir Milne. „Strákurinn kom þá með nokkrar hugmyndir að stöðum fyrir þau. Hann hélt að hún vildi vera í einrúmi því hún vildi ekki láta fólk sjá þau saman þar sem hún væri kennari og hann nemandi.“

Milne segir að Kandice hafi spurt drenginn hvort hann vilji stunda kynlíf með sér. „Hann sagði já og þau stunduðu kynlíf í um 5 mínútur. Hún beygði sig fram og hann dró buxurnar hennar niður og lyfti rauðu kápunni hennar upp.“

Þá var kviðdómendum sagt að Kandice hafi, ásamt brjóstamyndunum, einnig sent drengnum myndband af sér að stunda kynlíf með sjálfri sér. Kandice er sögð hafa sent drengnum skilaboð á meðan hún var að kenna honum. „Þú getur ekki látið mig roðna svona þegar ég er að kenna,“ er Kandice sögð hafa sent á hann.

Fljótlega fór orðrómur um samband hennar og drengsins að dreifast um skólann. Drengurinn var tekinn á teppið og yfirheyrður af skólastjóranum, hann neitaði öllu þar. Kandice sagði þá drengnum að eyða skilaboðum sem hún hafði sent á hann, hann hafði þó tekið ljósmyndir af nokkrum þeirra. Í einum skilaboðunum hótaði Kandice drengnum öllu illu ef hann myndi segja einhverjum frá því sem þau gerðu.

„Kandice Barber, fullorðinn einstaklingur, stundaði kynlíf með barni sem var undir 16 ára aldri. Það breytir engu hvort hann hafi verið hann eða að hún hafi verið hún. Lögin gilda jafnt um menn og konur og um það snýst þetta mál,“ sagði Milne saksóknari.

Kandice neitar að eiga sök í málinu en enn á eftir að dæma í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

NASA birtir nýjar myndir frá Mars – „Þetta er svo sannarlega yfirborð framandi heims“

NASA birtir nýjar myndir frá Mars – „Þetta er svo sannarlega yfirborð framandi heims“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum

Sex handteknir í Kína fyrir að „móðga“ hermenn sem féllu í átökum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump er ekki búinn að gefast upp – Hyggur á hefndir gagnvart samflokksfólki sínu

Trump er ekki búinn að gefast upp – Hyggur á hefndir gagnvart samflokksfólki sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nota ótrúlegustu aðferðir til að reyna að svindla sér fram fyrir í bólusetningaröðinni

Nota ótrúlegustu aðferðir til að reyna að svindla sér fram fyrir í bólusetningaröðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér

Danskir bræður sköpuðu usla á Grænlandi – Handteknir og eiga háa sekt yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili

Neytendur í Texas sleppa við að greiða himinháa rafmagnsreikninga – Í bili