Miðvikudagur 03.mars 2021
Pressan

Lést viku fyrir 16 ára afmælið – Móðir hans óttast að TikTok hafi spilað stórt hlutverk í andlátinu

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 15. janúar 2021 22:00

Mynd: Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellis Murphy-Richards lést einungis viku fyrir 16 ára afmælið sitt þegar hann féll af brú í Englandi. Móðir hans óttast að samfélagsmiðillinn TikTok hafi átt stóran hluta í andláti sonar síns.

Natasha Murphy, móðir Ellis, kallar nú eftir því að samfélagsmiðillinn verði rannsakaður sem hluti af andláti sonar síns. Hún segir að sjálfsmorðshugsanir gætu hafa komið frá forritinu, hún trúir að efnið sem hann sá á samfélagsmiðlinum hafi dregið hann til dauða. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill heimsins í dag en hann er til að mynda afar vinsæll meðal ungmenna hér á landi.

Ellis átti að vera á leiðinni á geðdeild á barna- og unglingasjúkrahúsi á Englandi. Hann mætti í tíma áður en hann átti að vera lagður inn en sagt er að þar hafi komið upp einhver ágreiningur. Ellis bjó hjá ömmu sinni en hún segir hann hafa gengið út eftir að hafa neitað að fara í innlögn á geðdeildina.

„Við erum öll í molum,“ sagði móðir Ellis í kjölfar andlátsins. „Ellis var mjög listrænn og tónlistin var allsráðandi í honum. Hann lærði að spila á nefflautu, fór í tíma til að læra á fiðlu og átti sinn eigin gítar. Hann lærði síðan breska táknmálið svo hann gæti sungið það með popp lögum.“

Skilin voru eftir blóm og 16 ára afmælisblaðra á brúnni fyrir Ellis eftir að hann lést. Þá skildi móðir hans eftir kort þar sem hún sagðist vita hversu mikið hann langaði að fagna 16 ára afmælinu sínu. „Þetta er ekki eins og þetta átti að vera. Kannski sagði ég það ekki nógu oft en ég var alltaf stolt af þér. Ég vildi bara að þú værir hamingjusamur. Ég hefði alltaf staðið með þér, sama hvaða leið þú hefðir valið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þriðji hver 25 ára Stokkhólmsbúi er með mótefni gegn kórónuveirunni

Þriðji hver 25 ára Stokkhólmsbúi er með mótefni gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Staðhæfingar um kosningasvindl geta reynst koddakónginum dýrar

Staðhæfingar um kosningasvindl geta reynst koddakónginum dýrar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju hefur Trump barist svo harkalega fyrir því að halda skattaskýrslum sínum leynilegum?

Af hverju hefur Trump barist svo harkalega fyrir því að halda skattaskýrslum sínum leynilegum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf

Segja að stefna Trump í umhverfismálum hafi kostað mörg þúsund mannslíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kórónuveiran getur lifað á fatnaði í allt að 72 klukkustundir

Kórónuveiran getur lifað á fatnaði í allt að 72 klukkustundir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Sleppti börnunum fram af þriðju hæð

Sjáðu myndbandið: Sleppti börnunum fram af þriðju hæð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að löng og nákvæm undirbúningsvinna hafi legið að baki morðinu á aðalkjarnorkusérfræðingi Írana

Segja að löng og nákvæm undirbúningsvinna hafi legið að baki morðinu á aðalkjarnorkusérfræðingi Írana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt morð í Bethlehem

Dularfullt morð í Bethlehem