fbpx
Sunnudagur 24.október 2021
Pressan

Vaknaði á sjúkrahúsi 14 dögum eftir bólusetninguna – „Hvað í fjandanum?“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 19:00

Myndir: Skjáskot af Kidspot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alyssa vaknaði á sjúkrahúsi og sá tvær systur sínar við enda rúmsins, báðar þakklátar og hissa að hún hafi loksins vaknað. Kidspot fjallaði um málið.

Alyssa hafði nefnilega verið í dái í 14 daga en hún fékk heilablóðfall eftir að hún var bólusett með bóluefni AstraZeneca. „Hvað í fjandanum?“ var það fyrsta sem hún hugsaði þegar hún vaknaði. „Í hreinskilni sagt þá vissi ég ekkert hvað hafði gerst… samtalið sem við áttum þegar ég vaknaði var skemmtilegt.“

Eiginmaður Alyssu, móðir hennar og systur höfðu fengið að heyra það þrisvar sinnum frá starfsfólki sjúkrahússins að það væri ekkert sem hægt væri að gera. „Systur mínar voru að undirbúa sig hvernig þær ættu að segja dætrum mínum frá þessu, þær eru bara þriggja og fimm ára gamlar.“

Hvetur fólk til að láta bólusetja sig

Læknar telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið sjaldgæfum viðbrögðum í líkama Alyssu sem ollu því að hún fékk heilablóðfall. Þrátt fyrir að hafa fengið heilablóðfall eftir bólusetninguna er Alyssa langt frá því að vera á móti bólusetningum, hún hvetur aðra til að fara í bólusetningu þrátt fyrir að hún hafi lent í þessu öllu saman.

Alyssa á meira að segja bókaðan tíma í bólusetningu með bóluefni Pfizer sem hún fer í áður en hún útskrifast af spítalanum. „Eina leiðin út úr þessu kjaftæði er að fara í bólusetningu. Á hverjum degi erum við að sjá fleiri smit og ég er komin með meira en nóg. Það sem kom fyrir mig er hræðilegt og mun hafa áhrif á mig að eilífu en það er gríðarlega sjaldgæft að þetta komi fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Biden segir að Bandaríkin muni verja Taívan fyrir Kína

Biden segir að Bandaríkin muni verja Taívan fyrir Kína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærð fyrir að halda kynlífspartý fyrir son sinn

Ákærð fyrir að halda kynlífspartý fyrir son sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Högl á stærð við greipaldin féllu í Ástralíu

Högl á stærð við greipaldin féllu í Ástralíu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Alec Baldwin skaut konu til bana við upptöku á kvikmynd

Alec Baldwin skaut konu til bana við upptöku á kvikmynd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slæmar fréttir fyrir kaffidrykkjufólk – Verðið fer hækkandi og getur gert það næstu árin

Slæmar fréttir fyrir kaffidrykkjufólk – Verðið fer hækkandi og getur gert það næstu árin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknar skikka drottninguna í rúmið – Norður Írlands heimsókn blásin af

Læknar skikka drottninguna í rúmið – Norður Írlands heimsókn blásin af
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Málinu er lokið“ – 99,9% allra rannsókna sýna sömu niðurstöður

„Málinu er lokið“ – 99,9% allra rannsókna sýna sömu niðurstöður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elísabet II sagði pent nei takk – Telur sig ekki uppfylla skilyrðin fyrir að vera kjörin öldungur ársins

Elísabet II sagði pent nei takk – Telur sig ekki uppfylla skilyrðin fyrir að vera kjörin öldungur ársins