fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Harry prins vekur reiði Breta og er sakaður um svik – „Blygðunarlaus framkoma“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 11:51

Harry prins. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins er ekki ókunnugur því að vekja úlfúð og umtal. Nú eru margir þeirrar trúar að hann hafi að þessu sinni gengið of langt, en hann gagnrýndi afa sinn, Filippus prins, í hlaðvarpi aðeins nokkrum vikum eftir að Filippus andaðist.

Það var í hlaðvarpinu Armchair Expert með leikaranum Dax Shepard í síðustu viku þar sem Harry sagði að hann vildi brjóta vítahringinn af arfgengum sársauka og þjáningu sem leiddi af konunglegu uppeldi. Hann ætli ekki að láta börn sín þjást líkt og aðrir úr fjölskyldu hans.

Margir túlkuðu þessi ummæli sem skot á föður hans, Karl Bretaprins, en þó voru líka. margir sem bentu á að gagnrýnin ætti þá einnig við Filippus sem varla væri orðinn kaldur í gröfinni. En Harry sagði að Karl prins hefði þjáðst vegna uppeldis síns og þess vegna „komið fram við mig eins og komið var fram við hann.“

Þekktur Royalisti (sérfræðingur í konungsfjölskyldunni) hefur harðlega gagnrýnt prinsinn fyrir ummælin. Royalistinn Robert Jobson sagði í ástralska morgunþættinum Sunrise: „Hann trúir þessu sjálfur, og geðheilbrigði er stórt stórt mál í heiminum í dag, en í alvöru sko – að halda áfram þessum árásum það er að verða vandræðalegt. Að gagnrýna föður sinn fyrir foreldrahæfnina, en líka drottninguna og Filippus prins sem er nýbúið að jarða – hann var að missa afa sinn. Ég held að þetta jafngildi frekar blygðunarlausri framkomu.“

Harry hefur einnig líkt lífi sínu við kvikmyndina The Truman Show og sagði að það að alast upp í konungshöllinni, með þjóna til að sinna öllum sínum þörfum og aðgang að bestu skólum heimsins, hafi verið eins og að vera dýr í dýragarði.

Óafturkræfur skaði

Fyrrverandi bryti konungsfjölskyldunnar, Grant Harold, segir að Harry muni aldrei eiga í góðum og nánum samskiptum við föður sinn aftur. Skaðinn sé skeður og hann sé óafturkræfur.

„Og það hryggir mig því sambandið sem ég var vitni að var fullt af ást, umhyggju og gleði, það getur aldrei orðið þannig aftur,“ sagði hann í samtali við Channel 5.

Konunglegi rithöfundurinn Tom Quinn sagði : „Það er enginn vafi á því að skarðið á milli Harry og Karls hefur breikkað umtalsvert. Ég meina það, ég tel að ef þeir fari ekki varlega núna þá eigi það eftir að reynast erfitt að brúa þetta bil í framtíðinni. Ég get ekki séð hvernig þeir ættu að fara að því.“

Nú hafa margir kallað eftir því að Harry prins og eiginkona hans Meghan hertogaynja hætti að nota konunglega titla sína. Heimildir fjölmiðla í Bretlandi segja konungsfjölskylduna hafa upplifað svik vegna hlaðvarpsins. Aðstoðarmaður konungsfjölskyldunnar sagði í samtali við The Mail „Fólki er misboðið að hann skuli gera drottningunni þetta þegar hertoginn af Edinburgh er varla orðinn kaldur í gröfinni. Að draga afa sinn inn í þessar deilur er sláandi og mikil vanvirðing. Hertoginn af Sussex [Harry] hefur nú eytt umtalsverðum tíma í að leggja áherslu á það að hann sé alveg eins og allir aðrir og gerir það með því að ráðast á þá stofnun sem hann segir að hafi valdið honum þjáningum. Það telja margir að ef hann er svona á móti þessari stofnun að þá eigi hann ekkert með titlana að gera.“

Harry prins er nú snúinn aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa flogið til Bretlands til að vera viðstaddur jarðarför afa síns. Samkvæmt heimildum fjölmiðla hið ytra kom það honum á óvart hversu mikla athygli hlaðvarpsþátturinn hefur fengið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk