fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Handtökur í Wales eftir dularfullt og óhugnanlegt hvarf 18 ára unglings

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. maí 2021 21:30

Frankie Morris. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pentir, Waunfawr, Llandegfan og Bangor eru fjallaþorp í Wales sem liggja þétt saman. Á þessum fámennu slóðum þekkja allir alla og stórglæpir og önnur óhugnanleg atvik eru fátíð.

Þann 2. maí hvarf 18 ára unglingur að nafni Frankie Morris frá þessum slóðum. Mikil leit hefur verið gerð að Frankie. Hann hefur ekki fundist, hvorki lífs né liðinn, en einstaklingar sem grunaðir eru um að hafa orðið valdir að hvarfi hans hafa verið handteknir.

Upplýsingum um málið hefur verið miðlað í opnum Facebook-hópi en eftir handtökurnar hefur hægst þar á uppfærslum.

Frankie fór í partý þann 1. maí síðastliðinn. Hann fór á hjólinu sínu í partýið en það sprakk á dekki á leiðinni og skildi hann hjólið eftir á víðagangi. Hann fékk hins vegar bílfar á áfangastað.

Frankie lagði af stað heim úr partýinu um ellefu-leytið morguninn eftir. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna hann reiða hjólið sitt. Miðað við myndirnar amaði þá ekkert að Frankie.

Hjólið fannst og er það staðsett þannig að erfitt er að slá föstu í hvaða átt Frankie hefur haldið frá hjólinu. Síminn hans er dauður, engar færslur hafa átt sér stað á bankareikningum hans og hann hefur ekki lagst inn á sjúkrahús á svæðinu.

Móðir Frankie sagði við fjölmiðla um leið og lýst var eftir honum að hún óttaðist hið versta. Hún taldi að hann hefði heimsótt einhverja vini sína í þorpinu Bangor og þar hefði eitthvað slæmt hent hann.

Í tilkynningu frá lögreglunni í Norður-Wales frá því á laugardag kemur fram að karlmaður hafi verið handtekinn vegna málsins, grunaður um hættulegan akstur. Þá hafi karl og kona verið handtekin, grunuð um að spilla rannsókn málsins. Virðist því svo að ekið hafi verið á Frankie og lík hans hafi verið falið. Það hefur ekki fundist ennþá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“