fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Pressan

Átta kostir þess að vera í yfirþyngd

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 06:50

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er yfirleitt mikið fjallað um ókostina við að vera í of góðum holdum. Of þröng föt, tilfinningin af að skera sig úr fjöldanum, aukin hætta á að fá sykursýki 2, hjartasjúkdóma og sumar tegundir krabbameins. Það eru greinilegir ókostir við að vera í yfirþyngd en það gleymist oft að því fylgja einnig nokkrir kostir ef miða má við niðurstöður rannsókna.

Norska ríkisútvarpið fjallaði nýlega um nokkra af þessum kostum.

Þú ert venjuleg(ur)

Flest ungt fólk er í eðlilegri líkamsþyngd, það er að segja BMI stuðull þess er á milli 18,5 og 25. En þegar fólk eldist á það til að bæta svolítið á sig og af þeim sökum eru flestir í yfirþyngd þegar þeir eru komnir svolítið áleiðis á fullorðinsárunum. Talið er að 40% kvenna og 25% karla séu í þyngd sem er skilgreind sem eðlileg miðað við BMI. Það er því ekki eðlilegt lengur að vera í „eðlilegri þyngd“.

Þú lifir sjúkrahúsinnlögn frekar af

Það eru líklega meiri líkur á að fólk í yfirþyngd þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda en aðrir en ef það er lagt inn á sjúkrahús eru meiri líkur á að það lifi dvölina af en þeir sem ekki eru í yfirþyngd. Niðurstöður nokkurra rannsókna hafa sýnt þetta.  Þetta hefur verið nefnt fituþversögnin og á við um allt frá slysum til veikinda. Í raun er enn verið að ræða hvort þessi þversögn sé í raun og veru til. Eftir því sem BMI er hærra er fólk venjulega með meiri vöðva en þeir geta veitt vernd. Einnig er hugsanlegt að fitan sjálf veiti vernd gegn líkamlegum áverkum og gegn erfiðum læknismeðferðum.

Fólk í yfirþyngd lifir sjúkrahúsinnlagnir frekar af.

Þú getur borðað meira

Þeim mun stærri sem þú ert, þeim mun orku þarftu til að hreyfa þig. Þess utan notar þú meiri orku í það eitt að halda líkamanum í gangi. 25 ára, sem liggur í rúminu allan daginn, notar þrjú hundruð hitaeiningum meira á dag ef hann er 25 kílóum of þungur. Fólk í yfirþyngd getur því borðað meira en grannvaxið fólk án þess að bæta á sig.

Fólk í ofþyngd getur borðað meira. Mynd:Getty

Meiri áhrif af hreyfingu

Ef þú getur stundað líkamsrækt með mikilli ákefð skilar það meiri árangri en hjá grannvöxnu fólki. 95 kílóa manneskja getur farið heim að æfingu lokinni með betri samvisku en 70 kílóa manneskja því sú þyngri fékk meira út úr æfingunni. En það líka bara hægt að stytta æfinguna um korter og æfa í þrjú korter á meðan grannvaxna manneskja þarf að æfa í klukkutíma til að ná sama árangri.

Ekki eins kalt

Það getur komið sér vel að vera með fitulag á veturna. Fitan veitir einangrun gegn kulda. Ef fitulagið á líkamanum eykst úr 10% í 20% hefur það í för með sér að fólk getur lifað mörgum klukkustundum lengur ef það til dæmis lendir í sjónum. Að auki geta sumar fitufrumur, kallaðar brún fita, framleitt hita.

Kemur sér vel þegar harðnar í ári

Að vera með fitulag utan á sér þýðir að þar er orka sem er hægt að ganga á. Í gegnum þróun tegundarinnar okkar hefur eflaust oft komið sér vel að vera með fitulag þegar harðir vetur eða miklir þurrkar geisuðu.

Rannsóknir benda einnig til að konur í yfirþyngd eignist fleiri börn en grannar konur.

Aukakílóin geta komið sér vel ef það harðnar í ári. Mynd:Getty

Lítur út fyrir að vera yngri

Fita hefur í gegnum söguna verið merki um velmegun og er það enn í sumum samfélögum en víða er feitt fólk litið hornauga í dag. En fita getur haft þau áhrif að fólk virðist yngra en það er. Ástæðan er að fita jafnar út hrukkur og línur í andlitinu og hæfilegt fitulag undir húðinni getur einnig komið í veg fyrir að andlitið sígi með aldrinum en of mikið fitulag undir húðinni getur aukið áhrif þyngdaraflsins á andlitið.

Lifa lengur

Það liggur eiginlega beinast við að trúa að það lengi ævina að vera í eðlilegri þyngd en rannsóknir hafa bent til að ofþyngd, bæði mikil og lítil, geti lengt lífið en rétt er að hafa í huga að sérfræðingar eru ekki sammála um þetta. Sumar rannsóknir sýna að fólk í góðri yfirþyngd lifi lengst þegar aldurinn færist yfir.

Skýringar á þessu geta verið að reykingafólk verður oft grannt og deyr fyrr en aðrir. Það hefur áhrif á meðalaldurinn. Önnur skýring er að fólk sem er í neðri mörkum eðlilegrar þyngdar er oft meiri sjúklingar en aðrir. Þriðja skýringin er að fólk í yfirþyngd borði einfaldlega nægilega mikið til að innbyrða öll þau næringarefni sem þarf til að tryggja sér langt og gott líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Japanar loka landinu vegna Omikron

Japanar loka landinu vegna Omikron
Pressan
Í gær

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast

Í dag hefjast réttarhöldin sem ríka, fræga og valdamikla fólkið óttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin dæla olíu úr varabirgðum sínum út á markaðinn

Bandaríkin dæla olíu úr varabirgðum sínum út á markaðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn staðfesta að þetta er manngert

Vísindamenn staðfesta að þetta er manngert
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið hefur verið óleyst í 25 ár – Nú hafa þrjú verið handtekin fyrir morðið á 14 ára stúlkunni

Málið hefur verið óleyst í 25 ár – Nú hafa þrjú verið handtekin fyrir morðið á 14 ára stúlkunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei of seint á svo sannarlega við um Manfred Steiner

Aldrei of seint á svo sannarlega við um Manfred Steiner