fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Danska ríkisstjórnin kynnti áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn jafnaðarmanna, tryggði sér í gær stuðning meirihluta þingheims við áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða. Allir þingflokkar, nema þingflokkur Nye Borgerlige, standa á bak við samkomulagið. Megininntakið í áætluninni að búið verði að aflétta nánast öllum sóttvarnaaðgerðum þegar bólusetningu allra fimmtíu ára og eldri verður lokið.

Þegar Mette Frederiksen, forsætisráðherra, kynnti samkomulagið undir miðnætti sagði hún að flokkarnir hefðu náð saman um að megininntakið í áætluninni væri að lokið verði við að aflétta nær öllum sóttvarnaaðgerðum þegar búið verður að bjóða öllum fimmtíu ára og eldri upp á bólusetningu og bólusetja þá sem taka því tilboði. Þetta byggist þó á ákveðnum forsendum um að það takist að halda smitinu niðri í samfélaginu og að svokallað „kórónuvegabréf“ verði tekið í notkun.

Aflétting sóttvarnaaðgerða hefst í skrefum eftir páska og verður hagað þannig að 14 dagar líða á milli þeirra skrefa sem verða tekin. Einnig verða tekin upp svokölluð „kórónuvegabréf“ sem verða aðgöngumiði að margvíslegri þjónustu, til dæmis á hárgreiðslustofum og hjá nuddurum. Með þessu „vegabréfi“ mun fólk geta sýnt að það sé búið að bólusetja það, það hafi verið smitað og sé því með mótefni gegn veirunni eða þá að það hafi nýlega farið í sýnatöku og fengið neikvæða niðurstöðu.

Svona verður afléttingu sóttvarnaaðgerða háttað:

Frá og með 6. apríl fá 5. til 8. bekkir grunnskólanna að mæta í skólann aðra hverja viku en verða í fjarnámi hina vikuna. Nemendur í framhaldsskólum fá að mæta aðra hverja viku. Í háskólum fær hluti nemenda að mæta í helming kennslustunda en aðrir í fimmtung. Hárgreiðslustofur, húðflúrstofur, nuddstofur og önnur álíka starfsemi fær að opna en gerð er krafa um notkun andlitsgríma og „kórónuvegabréf“.

Frá og með 13. apríl má opna verslunarmiðstöðvar sem eru undir 15.000 fermetrum. Þó má ekki opna kvikmyndahús, kaffihús og veitingastaði.

Frá og með 21. apríl má opna stærri verslunarmiðstöðvar, það er að segja verslanir en ekki kvikmyndahús, kaffihús og veitingastaði. Heimilt verður að opna fyrir sölu veitinga utanhúss gegn því að viðskiptavinir framvísi „kórónuvegabréfi“. Opnað verður fyrir hluta af innanhússíþróttum 18 ára og yngri gegn framvísun „kórónuvegabréfs“. Þá má opna bókasöfn, söfn og fleiri álíka staði.

Frá og með 6. maí verður mega veitingastaðir opna en viðskiptavinir verða að framvísa „kórónuvegabréfi“. Það sama gildir um kvikmyndahús, leikhús og tónlistarsali. Einnig má opna fyrir íþróttaiðkun fullorðinna innanhúss gegn framvísun „kórónuvegabréfs“. Heilbrigðisyfirvöld munu tilkynna hvort áfram verði hvatt til heimavinnu eins og nú er gert.

Frá og með 21. maí má hefja alla íþrótta- og félagsstarfsemi sem enn hefur ekki hafist á nýjan leik en framvísun „kórónuvegabréfs“ er krafist. Einnig má opna inniaðstöðu í dýragörðum, skemmtigörðum og álíka stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu