fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Næsti heimsfaraldur gæti átt uppruna sinn í kameldýrum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 20:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn reyna nú að koma í veg fyrir að næsti kórónuveirufaraldur berist úr kameldýrum í menn. Af þessum sökum eru vísindamenn nú að störfum í norðurhluta Kenía og reyna að taka sýni úr kameldýrum þar. Það er ekki auðvelt því dýrin eru ekki neitt sérstaklega samvinnuþýð þegar kemur að því að pota pinna upp í nasir þeirra eða endaþarm og þurfa margir að halda dýrinu á meðan sýni er tekið.

„Þau sparka og hrækja og míga á þig“ sagði Millicent Minayo, hjá Washington State háskólanum, í samtali við BBC. Hún hefur unnið að sýnatöku úr kameldýrum í Kenía í tvö ár. Það er ekki hættulaust eins og lesa má úr orðum hennar hér að undan og við þetta bætist að þeir sem koma að sýnatökunni geta smitast af dýrunum. Það eru því tekin sýni úr þeim sem koma að sýnatökunum að þeim loknum.

Verkefni vísindamannanna snýst um að koma í veg fyrir að kórónuveiruafbrigðið MERS berist í fólk. MERS (Middle East Respiratory Syndrome) er tíu sinnum banvænna en COVID-19.

Vísindamenn telj að allt að 70% nýrra faraldra eigi rætur að rekja til dýra. Vitað er um 1.200 sjúkdóma í dýrum en talið er að þeir séu mun fleiri.

Sífellt fleiri kameldýr

Oft hefur verið talað um að margar veirur sé að finna í leðurblökum og að sumar þeirra hafi borist í fólk. Þar er skemmst að minnast að margir vísindamenn telja að kórónuveiran, sem veldur yfirstandandi heimsfaraldri, hafi borist úr leðurblökum í fólk. En nú eru vísindamenn farnir að beina sjónum sínum í auknum mæli að kameldýrum. Þeir eru notaðir til flutninga, til mjólkurframleiðslu og þeir eru borðaðir. Dýrin eru algeng í Miðausturlöndum, Afríku og Asíu og fer fjölgandi, ekki síst vegna loftslagsbreytinganna. Kameldýr eiga auðveldara með að þrauka löng þurrkatímabil en kýr, sauðfé og geitur. Þess vegna skipta margir yfir í kameldýr. Að auki lifa þau lengur en hin dýrin og því geta þau borið veirur í sér í langan tíma.

Lengi vel var talið að það væru aðeins umsjónarmenn kameldýra sem gætu smitast en á síðasta ári kom faraldur upp á sjúkrahúsi og sýndi að aðrir geta einnig smitast. Af þessum sökum taka vísindamenn ekki bara sýni úr kameldýrum heldur einnig fólkinu sem er nærri þeim. Þeir vonast til að geta komið í veg fyrir að annar heimsfaraldur brjótist út. „Við vitum ekki hver útkoman verður ef MERS leggst á fólk. Þess vegna er betra ef við getum unnið forvarnarstarf í staðinn fyrir að þurfa að veita meðhöndlun,“ sagði Minayo í samtali við BBC.

Dawn Zimmermann, dýralæknir sérhæfir sig í villtum dýrum. Hann sagði að eftir því sem kameldýrum fjölgi aukist hættan á faraldri. Dýrin séu oft rekin langar leiðir til að finna fæðu og það auki líkurnar á að þau komist í snertingu við villt dýr sem geti smitað kameldýrin og þau síðan smitað fólk. „Sjúkdómurinn er þarna úti og ef hann fær tækifæri til, springur hann út,“ sagði hann í samtali við BBC.

Enn sem komið er hefur MERS ekki borist í fólk frá kameldýrum í Kenía en ef það gerist er það ávísun á miklar hörmungar því há dánartíðni fylgir veirunni. Sjúkdómseinkennin eru þau sömu og ef um COVID-19 er að ræða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að þriðji hver, sem hefur smitast af MERS, hafi látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei

Fimm ótrúleg mál – Mannránin sem gleymast aldrei
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur