fbpx
Miðvikudagur 21.apríl 2021
Pressan

Hræðilegt slys: 21 árs gamall háskólanemi fór út til að reykja sígarettu – „Svo heyrði ég stutt, hátt öskur“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 17:00

Til vinstri: Simone Norowzian, Mynd/Facebook - Til hægri: Bjargið sem um ræðir, Mynd/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simone Norowzian, 21 árs gamall nemi við Oxford-háskóla, lést nýlega eftir hræðilegt slys. Simone hafði verið úti að skemmta sér með félögum sínum en hún gekk óvart fram af bjargi og lést í kjölfarið.

William Hayman, vinur Simone, ræddi við Kent Online um þetta sorglega slys en hann sagðist hafa heyrt stutt og hátt öskur skömmu eftir að Simone féll fram af bjarginu. Viðbragðsaðilar mættu á svæðið en Simone var úrskurðuð látin á vettvangi. Fjölskylda Simone hvetur nú yfirvöld til að koma í veg fyrir að svona slys gerist aftur en fjölskyldan vill meina að hægt hafi verið að koma í veg fyrir þetta skelfilega slys.

Simone hafði farið út til að reykja sígarettu fyrir svefninn en hún fór út ásamt William. Fyrr um kvöldið höfðu þau og fleiri vinir farið á bar til að drekka saman áfengi en fóru síðan í íbúð sem hún leigði til að spila samkvæmisleiki. William segir að Simone hafi verið mjög drukkin þegar þau fóru út til að reykja saman. „Hún var um 10 metrum á undan mér og gekk að grindverkinu á brúninni. Ég öskraði á hana og sagði að þarna væri bjarg og svo heyrði ég stutt, hátt öskur,“ segir William.

„Það fyrsta sem ég gerði var að kalla nafnið hennar aftur og aftur. Svo náði ég sambandi við bíl sem var að keyra framhjá og fékk ökumanninn til að hringja á sjúkrabíl. Eftir að sjúkrabíllinn kom gekk ég nær til að sjá Simone en það var of dimmt. Ég veit fyrir víst að hún ætlaði ekki að stökkva fram af.“

Claire, systir Simone, ræddi líka um slysið. „Hún átti allt lífið framundan,“ sagði Claire. „Hún gat augljóslega ekki metið hættuna. Hún hélt að hún væri að klifra yfir til að komast niður á ströndina. Við erum viss um að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta. Það þarf að koma í veg fyrir að svona slys gerist aftur,“ sagði Claire einnig og á þá við þá litlu birtu og skort á varúðarskiltum við brúnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vafði milljónamæringnum um fingur sér árum saman – Síðan hrundi spilaborgin

Vafði milljónamæringnum um fingur sér árum saman – Síðan hrundi spilaborgin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál dansks þingmanns vindur upp á sig – „Ríddu geit“

Hneykslismál dansks þingmanns vindur upp á sig – „Ríddu geit“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ónæm malaríuafbrigði sækja í sig veðrið í Afríku

Ónæm malaríuafbrigði sækja í sig veðrið í Afríku