fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Rúmlega 7.000 heilbrigðisstarfsmenn hafa látist af völdum kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. september 2020 06:55

Heilbrigðisstarfsmenn í Brasilíu. EPA-EFE/RAPHAEL ALVES

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 7.000 heilbrigðisstarfsmenn um allan heim hafa látist af völdum kórónuveirunnar síðan heimsfaraldurinn braust út. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá mannréttindasamtökunum Amnesty International. Á heimasíðu samtakanna kemur fram að þessi tala segi væntanlega ekki alla söguna, líklega hafi enn fleiri látist.

„Að rúmlega 7.000 manns hafi látist við að reyna að bjarga lífi annarra er mjög gagnrýnisvert. Heilbrigðisstarfsfólk um allan heim á rétt á öryggi við störf sín,“

segir Steve Cockburn, sem stýrir þeirri deild Amnesty International sem sér um efnahagslegt  og félagslegt jafnrétti.

Samtökin byggja niðurstöðu sína á greiningu á gögnum frá mörgum ríkjum. Í  Mexíkó hafa að minnsta kosti 1.320 heilbrigðisstarfsmenn látist og er það mesti fjöldinn í einu landi. Í Bandaríkjunum eru þeir 1.077 og í Brasilíu 634. Í þessum löndum hefur verið mikið um smit og andlát af völdum veirunnar. Í Suður-Afríku hafa 240 látist og 573 á Indlandi og vekja þær tölur miklar áhyggjur því í löndunum hefur smitum fjölgað hratt að undanförnu.

„Það er hneyksli að svo margir láti lífið,“

segir Cockburn.

Amnesty segir að þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi nú staðið yfir mánuðum saman sé heilbrigðisstarfsfólk enn að látast af völdum veirunnar. Það sé nauðsynlegt að taka upp alþjóðlegt samstarf um að útvega nauðsynlegan hlífðarbúnað svo heilbrigðisstarfsfólk geti sinnt mikilvægu starfi sínu án þess að þurfa að stefna eigin lífi í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn