fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Pressan

Þýskur saksóknari segist hafa sannanir fyrir því að Madeleine McCann sé látin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. september 2020 21:03

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski ríkissaksóknarinn í Braunschweig, Hans Christian Wolters, staðhæfir að til staðar séu gögn sem sanni afdráttarlaust að Madeleine McCann sé látin. Þessi ummæli lét hann falla í viðtali við portúgalska sjónvarpsstöð en greint er frá þessu í myndbandsfréttaskýringu hjá þýska miðlinum Bild.

Breska stúlkubarnið Madeleine McCann hvarf úr hótelíbúð í Portúgal vorið 2007, nokkrum dögum fyrir fjögurra ára afmælisdag sinn, er foreldrar hennar sátu að snæðingi á veitingastað örskammt frá íbúðinni.

Undanfarin ár hafa fáir dregið í efa að Maddie, eins og hún er kölluð, sé látin, en fulltrúar yfirvalda hafa aldrei áður gefið út yfirlýsingu um að sannanir liggi fyrir dauða hennar.

Wolters var spurður hvers eðlis þessi sönnunargögn væru og sagðist hann ekki geta gefið þær upplýsingar á þessari stundu.

Þjóðverjinn Christian Brückner er grunaður um að vera valdur að hvarfi Maddie en ekki hafa fundist nægilega sterk sönnunargögn til að ákæra hann. Hann situr hins vegar í fangelsi fyrir önnur afbrot, þar á meðal kynferðisbrot.

Í fréttaskýringunni velta þýsku fréttamennirnir vöngum yfir því hvers eðlis sönnunargögnin séu sem Wolters vísar til. Talið er útilokað að um geti verið að ræða erfðaefni úr Maddie eða Brückner því þá væri búið að ákæra hann fyrir morðið. Föt af Maddie ein og sér eru heldur ekki sönnunargögn fyrir því að hún sé látin. Hins vegar er ekki ólíklegt að um sé að ræða myndbandsupptöku enda eru dæmi um að Brückner hafi myndað glæpaverk sín.

Jafnframt vekja þær fréttir að saksóknarinn hafi sannanir fyrir dauða Maddie vonir um að brátt verði hægt að ákæra Brückner fyrir morðið á barninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Lést af COVID-19

Nýlegt

Pressan
Í gær

Var að undirbúa fríið þegar hún fékk hræðilegar fréttir – „Þetta er versta tegund svika“

Var að undirbúa fríið þegar hún fékk hræðilegar fréttir – „Þetta er versta tegund svika“
Pressan
Í gær

Tvö ár frá hvarfi Anne-Elisabeth – „Allt bendir til að nokkrir hafi verið að verki“

Tvö ár frá hvarfi Anne-Elisabeth – „Allt bendir til að nokkrir hafi verið að verki“
Pressan
Fyrir 2 dögum

WHO hvetur Evrópuríki til að herða baráttuna gegn kórónuveirunni

WHO hvetur Evrópuríki til að herða baráttuna gegn kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tom Hagen neitar að ræða við lögregluna

Tom Hagen neitar að ræða við lögregluna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opna verslanir og veitingastaði í Melbourne eftir 87 daga lokun

Opna verslanir og veitingastaði í Melbourne eftir 87 daga lokun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hæstiréttur tekur Glitnismál fyrir á nýjan leik – Hagsmunir hæstaréttardómara valda vafa um óhlutdrægni dómstólsins

Hæstiréttur tekur Glitnismál fyrir á nýjan leik – Hagsmunir hæstaréttardómara valda vafa um óhlutdrægni dómstólsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðventuljósin vekja mikla athygli – „Allir með standpínu fyrir framan Jesú“

Aðventuljósin vekja mikla athygli – „Allir með standpínu fyrir framan Jesú“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fauci talar gegn Trump – Segir bólusetningu taka marga mánuði

Fauci talar gegn Trump – Segir bólusetningu taka marga mánuði