fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Var talinn hafa verið myrtur árið 2015: Fannst sprellifandi fimm árum síðar

Auður Ösp
Mánudaginn 3. ágúst 2020 19:35

Ricardas Puisys. Ljósmynd/ Cambridge News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litháinn Ricardas Puisys hvarf sporlaust af sveitabýli nálægt Cambridge í september 2015. Talið var víst að hann hefði verið myrtur. Í seinasta mánuði kom annað í ljós.

Ricardas var 35 ára þegar hann hvarf, en á þeim tíma starfaði hann á gróðurbýli í bænum Chatteris. Var hann ráðinn þangað í gegnum erlenda leigumiðlun.

Hvarfið vakti mikinn óhug og umfangsmikil lögreglurannsókn var sett af stað. Nokkrum mánuðum síðar var karlmaður handtekinn og yfirheyrður, grunaður um að hafa orðið Ricardas að bana. Honum var þó sleppt skömmu síðar. Að lokum var rannsókninni hætt. Taldi lögreglan þó fullvíst að Ricardas hefði verið ráðinn bani.

Ljósmynd/Cambridge News

Í útlegð í fimm ár

Málið tók nýja stefnu í nóvember síðastliðnum þegar aðstandendur Ricardas fóru að fá ábendingar um að búið væri að stofna aðgang á Facebook undir hans nafni. Inni á síðunni birtust myndir af honum og á vinalistanum voru meðal annars fjölskyldumeðlimir hans. Í kjölfarið fór lögreglan að rannsaka málið á ný.

Í lok júní síðastliðinn fannst Ricardas síðan á lífi í skógi í Cambridgehire þar sem hann hafði útbúið sér einhvers konar felustað í lággróðri. Hann hafði ekki talað við nokkurn einasta mann í fimm ár. Talið er að hann hafi á sínum tíma látið sig hverfa þar sem hann hafði mátt þola misnotkun af hálfu vinnuveitanda síns.

Til að gæta að heilsu og velferð Ricardas ákváðu lögregluyfirvöld á svæðinu að bíða í rúman mánuð með að tilkynna fréttirnar. Rob Hall lögreglustjóri segir hvarf Ricardas hafa verið „algjöra ráðgátu“ þar til hann fannst heill á húfi í lok júní. Áhersla er lögð á að veita honum þann stuðning sem hann þarf nauðsynlega á að halda eftir fimm ár í sjálfskipaðri útlegð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug