fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu

Heimir Hannesson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 12:00

mynd/Whitehouse.gov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta keðjudrifna reiðhjólið leit dagsins ljós undir lok 19. aldar, gullöld reiðhjólsins segja sumir. Varð þá til reiðhjólatæknin sem við þekkjum og styðjust við enn í dag. Pedaladrifin keðja, tannhjól til að gíra upp kraft reiðhjólamannsins á pedölunum og uppblásin gúmmídekk.

Uppfinningin gekk sem eldur í sinu um heimsbyggðina, ekki síst í ljósi þess að höfuðsamkeppni reiðhjólsins var hestur sem krafðist vatns, fæðu, hvíldar, hnakks, þrifa og skjóls. Undan reiðhjóli þurfti hvorki að moka skít, né gefa því að éta. Í nokkur ár, eða þar til einkabíllinn reið á vaðið, var reiðhjólið því hinn fullkomni fararskjóti innan borga sem þá stækkuðu hratt og þöndust út á fáum árum.

Bandaríkjaforsetar hafa ekki síst notast við reiðhjólið, þó í seinni tíð meira sem afþreyingar- eða líkamsræktartæki. Þó hafa meðal þeirra forseta sem setið hafa síðan reiðhjólið var fundið upp verið skiptar skoðanir um ágæti þess. Donald Trump til dæmis þolir ekki hjólið, þó hann hafi reyndar reynt að koma af stað alþjóðlegri reiðhjólakeppni í sínu nafni á 9. áratuginum en mistekist. Kannski þess vegna sem hann vill ekki heyra á reiðhjól minnst.

Samantekt JuddLumberjack á Twitter á undarlegri sögu Bandaríkjaforseta og reiðhjólsins er einkar áhugaverð, og verður henni gerð stutt skil, í öfugri tímaröð.

Donald Trump hatar reiðhjól, og hefur reyndar ekki hugmynd um hvað John Kerry er gamall. Ennfremur lofaði hann kjósendum sínum 2016 að hann myndi ekki taka þátt í hjólakeppni ef hann yrði forseti. Hann hefur staðið við það loforð.

Forveri Trumps, Barack Obama, var um margt ólíkur Trump og reiðhjólanotkun ekki undanskilið því. Raunar snérist einn eftirminnilegasti skandall forsetatíðar Obama, ef skandal skyldi kalla, um hjálmanotkun á reiðhjólum. Vildi Fox News meina að hann liti aumingjalega út í samanburði við Vladimir Putin. Vægast sagt ótrúleg umræða sem eldist ekki vel.

George W. Bush er mikill reiðhjólamaður og heldur meðal annars árlegt reiðhjólamót á búgarði sínum í Texas til styrktar hermönnum sem höfðu slasast í stríðum Bandaríkjanna.

Bill Clinton var talsvert meira fyrir skokkið og hljóp hann langar vegalengdir um Washingtonborg er hann var forseti. Þó virðist hann hafa slysast uppá reiðhjólið, og þá yfirleitt með Hillary. Það er þá ekki úr vegi að draga þá ályktun að hefðu kosningarnar 2016 farið á annan veg að Bandaríkin hefðu eignast annan reiðhjólaforseta, í stað Trumps.

George eldri, eða George H. W. Bush, var ekki mikið fyrir reiðhjólin sjálfur, en átti þó eina frægustu reiðhjólasenu Bandaríkjaforseta fyrr eða síðar. Árin 1973-1975 fór Bush fyrir samskiptum Bandaríkjanna og Kína sem Nixon hafði opnað á með frægum hætti aðeins fáum árum fyrr. Heimsótti hann landið oft með Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Gerald Ford bandaríkjaforseta. Hitti Bush meðal annars Mao formann í tvígang. Í heimsóknum sínum hjólaði Bush mikið um Peking, líkt og heimamenn eru þekktir fyrir, og fékk hann fyrir vikið viðurnefnið formaður reiðhjólasendinefndarinnar. Þegar hann sjálfur varð forseti 1989, gáfu Kínverjar Bush hjónunum reiðhjól í opinberri heimsókn sinni til Kína.

Hjólaferill Ronalds Reagan leið helst fyrir það að vera kominn á gamalsaldur þegar hann varð kjörinn forseti. Reagan þótti þó mikill hjólagarpur á árum áður og sást hann oft munda hjólið á hvíta tjaldinu.

Hnetubóndinn frá Georgíu, Jimmy Carter, átti það til að taka fjölskyldu sína í hjólaferð um heimahagana á meðan á forsetatíð sinni stóð. Carter komst í fréttir þegar hann mætti á fund þar sem hann átti að halda tölu 85 ára gamall, á reiðhjóli.

Gerald Ford var ekki mikill reiðhjólamaður, en virðist þó hafa sótt líkamsrækt. Margt er undarlegt við forsetatíð Geralds Fords. Hann var skipaður varaforseti Nixons þegar kjörinn varaforseti Spiro Agnew sagði af sér vegna skattahneykslis. Svo sagði Nixon auðvitað af sér síðar og varð Ford þannig bæði varaforseti og forseti Bandaríkjanna án þess að vera kjörinn. Eitt fyrsta verk Fords var að náða Nixon og naut Ford aldrei virðingar almennings eftir það. Raunar fóru vinsældartölur hans neðar en Nixons á einum tímapunkti. Ford var ekki endurkjörinn.

Þrátt fyrir heldur drungalega sýn almennings á Nixon, var hann mikill fjölskyldumaður og fór reglulega út með familíuna að hjóla. Hann var upphaflega frá Kaliforníu en hafði verið öldungadeildarþingmaður frá því á 6. áratuginum og bjó því í Washington frá því skömmu eftir stríð. Á myndinni er hann við Potomac ánna í Washingtonborg að skoða kirsuberjatrén sem fara í blóma í apríl á hverju ári. Í bakgrunni sést minnisvarðinn um Thomas Jefferson.

Lyndon Johnson hjólaði ekki. Hann reyndar gerði afar fátt, svona þegar nánar er skoðað. Hann borðaði grillmat með barbeque sósu í óhófi og hélt fundi á ókristilegum stöðum og ókristilegum tímum.

John F. Kennedy var ungur og sprækur og hjólaði mikið. Hann sagði meira að segja að fáar lífsins nautnir jöfnuðust á við þá einföldu gleði að

Fyrrum hershöfðinginn Dwight D. Eisenhower, oft kallaður Ike – sem rímar við bike – var ekki mikill hjólamaður.

Sama má segja um Truman, sem, að því er Twitter höfundurinn heldur fram, komast næst reiðhjóli þegar hann gekk framhjá slíku eitt sinn í New York.

Franklin Delano Roosevelt var ekki þekktur fyrir hjólreiðar heldur, enda endaði hann líf sitt í hjólastól með lömunarveiki.

Enginn forsetarnir á undan Roosevelt voru ljósmyndaðir á reiðhjóli, þó sögur af tengingu þeirra við reiðhjól séu vissulega til. Þannig fyrirskipaði til dæmis Theodore Roosevelt, þegar hann var lögreglustjóri í New York, að settar skyldu vera á fót reiðhjólasveitir lögreglunnar til að elta uppi afbrotamenn á hestbaki og í bílum.

Fleiri sögur og myndir eru í Twitter þræðinum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi