fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Pressan

Vísindamenn undrast merkjasendingar úr geimnum – Geta markað tímamót

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 05:40

Horft upp í geiminn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarneðlisfræðingar víða um heim vita næstum ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga vegna dularfullra merkjasendinga utan úr geimnum. Ekki er vitað hvaðan merkin berast eða hvaða felst í þeim.

Þetta hefur BT eftir Mads Toudal Frandsen, lektor við Syddansk Universitet, en hann er jafn undrandi og aðrir á þessu.

Í fréttatilkynningu frá Syddansk Universitet kemur fram að ítölsk rannsóknarstöð hafi numið merkin þann 17. júní og enn hafi ekki verið hægt að útskýra þau. Rannsóknarstöðin er notuð til rannsókna á hulduefni.

Frandsen sagði að hugsanlega eigi merkin upptök sín í öreindum sem hafi ekki uppgötvast áður. Hann sagði að varast þurfi að oftúlka merkin en það megi hins vegar ekki draga úr því að hér sé um stóran atburð að ræða ef um nýja öreind sé að ræða. Það sé þá í fyrsta sinn síðan tilvist Higgsbóseindarinnar var staðfest 2012 að ný öreind finnst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt leyndarmál eiginmannsins

Hræðilegt leyndarmál eiginmannsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn er sótt að Andrew prins – „Þetta voru lengstu 10 mínútur lífs míns“

Enn er sótt að Andrew prins – „Þetta voru lengstu 10 mínútur lífs míns“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sáði dularfullum fræjum sem komu í pósti – Útkoman var ótrúleg

Sáði dularfullum fræjum sem komu í pósti – Útkoman var ótrúleg
Fyrir 5 dögum

Gylfi Sig við veiðar í Grímsá í Borgarfirði

Gylfi Sig við veiðar í Grímsá í Borgarfirði