fbpx
Sunnudagur 06.desember 2020
Pressan

Segir þetta vera ástæðuna fyrir reiði Kim Jong-un

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 05:45

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er að sjálfsögðu dónalegt að segja eitthvað móðgandi um fólk. Það gildir auðvitað um ummæli sem eru látin falla um eiginkonur annarra. En í Norður-Kóreu er slíkum ummælum ekki vel tekið ef miða má við fréttir um reiði Kim Jong-un, einræðisherra, að undanförnu og viðbrögð hans.

Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu hafa norðanmenn verið heldur æstir og ósamvinnuþýðir og sprengdu meðal annars húsnæði samvinnuskrifstofu Kóreuríkjanna í loft upp nýlega um leið og þeir formæltu nágrönnum sínum í suðri og ekki síst landflótta norðanmönnum sem þar búa.

Að sögn eru það móðganir í garð Ri Sol-ju, eiginkonu einræðisherrans, sem vöktu svo mikla reiði í Norður-Kóreu. Allt hófst þetta þegar landflótta norðanmenn sendu 50.000 upplýsingarit, áróðursrit að mati sumra, yfir landamærin og inn í Norður-Kóreu. Í þessum ritum gagnrýna þeir einræðisstjórnina og einnig var eitt og annað sagt um Ri Sol-ju. Ummælin um hana eru sögð hafa verið óvægin og móðgandi.

Þetta vakti mikla reiði Kim Jong-un að sögn Alexander Matsegora, sendiherra Rússlands í Norður-Kóreu. Hann segir að einnig hafi verið sendar ögrandi myndir af Ri Sol-ju yfir landamærin. Þetta vakti að sögn svo mikla reiði í höfuðborignni Pyongyang að viðbrögðin voru eins hörð og fram hefur komið að undanförnu. En opinbera skýringin er önnur.

Ríkisfréttastofan KCNA segir að hús samvinnuskrifstofunnar hafi verið sprengt upp eftir að Suður-Kórea braut síðasta samning ríkjanna en hann er frá 2018.

Auk þess hefur systir Kim Jong-un, Kim Yo-jong, sagt að sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafi vakið reiði einræðisstjórnarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sænskur yfirlæknir – „Við höldum þetta kannski út í tvo mánuði til viðbótar“

Sænskur yfirlæknir – „Við höldum þetta kannski út í tvo mánuði til viðbótar“
Pressan
Í gær

Það sem hann gerði fyrir deyjandi eiginkonu sína hefur snortið milljónir manna

Það sem hann gerði fyrir deyjandi eiginkonu sína hefur snortið milljónir manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Obama, Bush og Clinton bjóðast til að láta bólusetja sig opinberlega – Vilja sýna að bóluefnið er öruggt

Obama, Bush og Clinton bjóðast til að láta bólusetja sig opinberlega – Vilja sýna að bóluefnið er öruggt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður kjörstjórnar varar Trump við – Einhver verður drepinn

Starfsmaður kjörstjórnar varar Trump við – Einhver verður drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfilegt blóðbað – Myrti tvær konur á einni og hálfri klukkustund

Skelfilegt blóðbað – Myrti tvær konur á einni og hálfri klukkustund
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir drottninguna borða lítið um hátíðirnar og elski að vaska upp

Segir drottninguna borða lítið um hátíðirnar og elski að vaska upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ók yfir fólk í göngugötu – Tveir látnir og margir slasaðir

Ók yfir fólk í göngugötu – Tveir látnir og margir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem fyrst

Skotar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem fyrst