fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Nýtt tilfelli heilaétandi amöbu staðfest í Flórída

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 19:31

Amaba. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld í Flórída tilkynntu á föstudaginn nýtt tilfelli Naegleria fowleri, sem er örsmá einfrumungs amaba, hafi verið staðfest. Þessi tegund amöbu getur borist inn í heila fólks og eyðilagt hann. Slík smit eru yfirleitt banvæn.

Frá 1962 hafa 37 slík tilfelli verið staðfest í Flórída. Nýja smitið greindist í Hillsborough County en yfirvöld hafa ekki veitt nánari upplýsingar um málið. CNN skýrir frá þessu.

Naegleria fowleri er yfirleitt að finna í hlýju ferskvatni eins og í ám, vötnum og tjörnum. Yfirvöld hvetja fólk til að sýna aðgæslu og vera meðvitað um að amöbur af þessari tegund getur verið að finna í ferskvatni þegar það er hlýtt.

Amaban kemst inn í líkama fólks um nefið og er hægt að forðast hana með því að láta nefið ekki komast í snertingu við vatn eða nota nefklemmu.

143 smit af völdum Naegleria fowleri hafa verið staðfest í Bandaríkjunum í gegnum tíðina. Aðeins 4 lifðu smitið af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“