fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Enn bíður Trump ósigur – Útgáfa bókar frænku hans verður ekki stöðvuð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 11:05

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll í New York kvað í síðustu viku upp úrskurð um að útgefandi bókarinnar „Too Much and Never Enough“ megi prenta bókina og gefa út en hún á að koma út í lok mánaðarins. Hún er eftir Mary Trump, 55 ára, frænku Donald Trump. Í bókinni lýsir hún því hvernig uppbygging Trump-fjölskyldunnar hafi átt sinn þátt í að skapa „hættulegasta mann heims“ en þar á hún við forsetann.

New York Times skýrir frá þessu. Mary Trump er dóttir Fred Trump Jr., eldri bróður forsetans, sem lést 1981 aðeins 42 ára að aldri. Það var áfengissýki sem varð honum að bana.

Forsetinn er vanur að óþægilegar bækur, þar sem hann er afhjúpaður, séu gefnar út en þetta er í fyrsta sinn sem einhver úr fjölskyldu hans skrifar slíka bók. Nýlega kom út bók eftir John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump, þar sem ófagrar lýsingar koma fram á forsetanum og starfsháttum hans. Hann er sagður algjörlega óhæfur til að gegna forsetaembættinu og að hann hafi notað það til að vinna í eigin þágu, hagsmunir þjóðarinnar sitji á hakanum. Trump reyndi að stöðva útgáfu Bolton en það tókst ekki.

Í bók sinni skýrir Mary Trump frá hvernig „einstakir atburðir og fjölskyldumynstur hafi skapað ónýtan mann sem sitji í dag í Hvíta húsinu“. Þar vísar hún til „undarlegs og eitraðs sambands Fred Trump við tvo elstu syni sína, Fred Jr. og Donald.“ Hún lýsir áföllum, eyðileggjandi samböndum og hörmulegri blöndu vanrækslu og ofbeldis“ að því er segir í tilkynningu frá útgáfufélagi bókarinnar.

Um leið og fréttist af bókaskriftunum sagði Trump að hann væri reiðubúinn til að draga frænku sína fyrir dóm. Hann sagði að hún hafi skrifað undir þagnarákvæði árið 2001 sem banni henni að tjá sig um einkamálefni Trump-fjölskyldunnar. Robert Trump, yngri bróðir Donald, kom honum til aðstoðar í vikunni þegar hann reyndi að stöðva útgáfu bókarinnar á grunni fyrrnefnds þagnarákvæðis.

Dómari varð við kröfu hans en áfrýjunardómstóll sneri úrskurðinum við og því verður hægt að gefa bókina út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku