fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Boris Johnson er farinn í megrun og vill að öll breska þjóðin geri það sama

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 19:00

Boris Johnson, forsætisráðherra er ekki sáttur við andstæðinga bólusetninga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Offita er stórt vandamál í Bretlandi og ekki dró úr vandanum á meðan samfélaginu var lokað að stórum hluta vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En nú á að gera eitthvað í málunum, það er að minnsta kosti vilji ríkisstjórnar Boris Johnson. Johnson hefur í hyggju að senda þjóðina í megrun og sjálfur er hann byrjaður í megrun.

The Times segir að heilbrigðisyfirvöld hafi látið ríkisstjórninni í té ýmsar upplýsingar og ráðleggingar um hvernig er best að takast á við offitufaraldurinn. Mun ríkisstjórnin grípa til aðgerða síðar á árinu. Meðal þess sem verður gert er að fjölskyldur fá sendar hreyfingaáætlanir, upplýsingar um hollan mat, hvatningu um að kaupa ekki „tvo fyrir einn“ tilboð af óhollum mat og drykk. Einnig verða veitingastaðir, kaffihús og skyndibitastaðir skildaðir til að birta upplýsingar um hitaeiningainnihald matar og drykkjar á áberandi stöðum. Einnig á að auðvelda aðgengi fólks í aðgerðir á borð við þær þar sem maginn er minnkaður til að koma í veg fyrir að hægt sé að innbyrða mikið magn matar.

Johson hefur sjálfur gert mikið úr því að segja almenningi að hann sé byrjaður í megrun. Hann byrjar hvern dag á að hreyfa sig og tekur hundinn sinn með. Sjálfur segir hann að lífverðirnir séu farnir að vera móðir og másandi þegar hann fer út að hreyfa sig. Þegar Mail on Sunday tók viðtal við hann nýlega um heilsufar hans gerði hann sér lítið fyrir og færði skrifstofustólinn sinn og lagðist á gólfið í Downingstræti 10 og gerði 10 armlyftur.

Johnson, sem er 182 sm á hæð, vó 111 kíló í maí og þar með var hann kominn í hóp þeirra sem teljast of feitir.

Offita og sykursýki hafa reynst hafa slæm áhrif á þróun COVID-19 og margir þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins eða hafa þurft að liggja á gjörgæsludeildum hafa einmitt glímt við offitu eða sykursýki.

Af þessum sökum vill ríkisstjórnin grípa til aðgerða nú áður en væntanleg önnur bylgja veirunnar skellur á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“