fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Bækur um lýðræði hverfa af bókasöfnum í Hong Kong

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 21:40

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bækur, skrifaðar af lýðræðissinnum í Hong Kong, eru nú farnar að hverfa af bókasöfnum borgarinnar. Ekki er lengur hægt að fá þær lánaðar og þær er ekki að finna í hillum safnanna. Svo ótrúlegt sem það er þá gerist þetta nokkrum dögum eftir að ný ströng öryggislög kínverskra stjórnvalda tóku gildi. Aðgerðasinnar í Hong Kong segja lögin ekkert annað en verkfæri kommúnistastjórnarinnar til að berja á andstæðingum stjórnvalda.

Nú er ekki lengur hægt að fá bækur eftur Joshua Wong lánaðar á bókasöfnum borgarinnar. Hann er einn af mest áberandi aðgerðasinnum borgarinnar. Sömu sögu er að segja af bókum Tanya Chan, sem er stjórnmálamaður og hefur verið framarlega í fylkingu þeirra sem berjast fyrir lýðræði.

Nýju öryggislögin tóku gildi í síðustu viku. Þetta er róttækasta lagabreytingin sem gerð hefur verið í Hong Kong siðan Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir borginni árið 1997.

Joshua Wong er ekki í neinum vafa um að bækur hans hafi verið fjarlægðar af bókasöfnum vegna nýju laganna. Borgaryfirvöld segja að bækurnar hafi verið fjarlægðar á meðan rannsakað er hvort þær brjóti gegn nýju lögunum.

Lögin kveða á um að uppreisn eða tilraun til að knýja fram sjálfstæði Hong Kong geti varðað allt að lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“