fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Vill komast á þing en segir að Beyoncé sé ítalskur lygalaupur sem tilbiðji djöfla

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 6. júlí 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KW Miller sem sækist eftir því að komast á þjóðþing Bandaríkjanna hefur fengið mikla gagnrýni fyrir furðuleg ummæli sín um poppstjörnuna Beyoncé. Kenningar sínar birti hann í færslum á samfélagsmiðlinum Twitter.

Hann heldur því fram að Beyoncé sé í raun ítölsk og að hennar alvöru nafn sé Ann Marie Lastrassi. Þá vill hann meina að þetta samsæri sitt tengist auðmanninum George Soros, sem gjarnan kemur fyrir í samsæriskenningum öfga-hægrimanna.

„Beyoncé er ekki afrísk amerísk. Hún falsar þetta fyrir athygli. Hennar raunverulega nafn er Ann Marie Lastrassi. Hún er ítölsk. Þetta er hluti af Soros-djúpríkis-áróðrinum fyrir Black Lives Matter-hreyfinguna. BEYONCE ÞÚ HEFUR FENGIÐ VIÐVÖRUN!“

Samsæriskenningar Miller um Beyoncé ganga lengra. Hann hélt því til að mynda fram að lagið Formation væri kóðuð skilaboð til glóbalista.

„Lagið viðurkennir greinilega að hún lúti stjórn djöfla og að hún tilbiðji satanískar kirkjur í Alabama og Louisiana-fylkjum. Hún geymir satanísk merki í poka sínum.“

Miller er þó ekki bara með ranghugmyndir um Beyonce. Hann vildi einnig meina að söngkonan Patti Labelle væri „önnur Illuminati glóbalista-strengjabrúða,“

Tíst Millers vöktu mikla athygli. Hann hefur nú fullyrt að hann sé ekki að djóka og að hann segi alltaf sannleikann.

„Ég mun alltaf segja sannleikann og mun ekki gefast upp sama hversu erfitt það er fyrir ykkur að kyngja því,“

KW Miller er líkt og áður segir að reyna að komast inn á þjóðþing Bandaríkjanna. Hann er í framboði í Flórida-fylki og munu kosningar fara fram í Nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“