fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Segja nýtt merki Trump minna á merki nasista

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 3. júlí 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti og kosningateymi hans fengu á sig mikla gagnrýni í vikunni vegna bols sem að hægt er að kaupa framboði hans til stuðnings. Bolurinn þykir minna umtalsvert á skjaldarmerki þriðja ríkis nasista. Fjöldi netverja hafa sagt skoðun sína á málinu, auk þess sem margir fjölmiðlar hafa fjallað um málið, þar á meðal Forbes.

 Myndin á boli Trump er með textanum Ameríku í fyrsta sæti, þá sýnir hún Bandarískan skallaörn ofan á hringlaga merki með Bandaríska fánanum. Þetta þykir minna umtalsvert á útgáfu nasista af þýska ríkiserninum (Reichsadler), en sá sat á hakakrossinum. Bæði merkin má sjá hér að neðan.

Bend the Arc: Jewish Action, hreyfing gyðinga sem berst fyrir jafnrétti hefur gagnrýnt þetta merki Trump harðlega.

„Trump og Pence eru stoltir af því að vera með bol innblásin af nasistum á heimasíðu sinni. Þeir eru að upphefja hugmyndafræði þjóðarmorðs í enn eitt skiptið.“

Kosningabarátta Trump eftir endurkjöri í embætti forseta Bandaríkjanna er nú í fullum gangi. Honum hefur þó ekki gengið sérlega vel, en frambjóðandi demókrataflokksins, Joe Biden, þykir líklegri til sigurs.

Fyrir nokkrum mánuðum þóttu líkur Trump ágætar, en viðbrögð hans við COVID-19 og mótmælunum í kjölfar morðsins á George Floyd hafa breytt því. Trump hefur ítrekað verið ásakaður um að sýna rasíska hegðun og virðist þessi nýi bolur ekki bæta úr skák.

Þegar að þessi frétt er skrifuð er bolurinn ennþá til sölu á heimasíðu framboðs Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“