fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
FókusPressan

Svona oft áttu að skipta um borðtusku og viskastykki

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júlí 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borðtuskum er reglulega strokið yfir eldavélina, eldhúsborðið og matarborðið. En það er full ástæða til að sýna ákveðna aðgát hvað varðar borðtuskur því þær geta verið ein stærsta bakteríusprengja heimilisins. Þær geta verið fullar af matarleifum og kjötsafa, sem getur innihaldið salmonellu og aðrar óæskilegar bakteríur sem geta valdið veikindum hjá fólki.

Kamfýlóbakter er sú baktería sem fólk smitast kannski einna helst af en hún er í hráu kjöti og getur auðveldlega endað í borðtuskunum. Bakterían veldur slæmri sýkingu í maga með niðurgangi, uppköstum og hita.

Það er því mikilvægt að skipta oft um borðtusku. Hversu oft hangir saman með hversu hreint það er almennt á heimilinu og hversu margir búa saman. Þeim mun fleiri, þeim mun stífari kröfur ætti að gera til þrifa en þumalputtareglan er að skipta eigi um borðtusku einu sinni á dag. Þær þarf að þvo við minnst 60 gráður til að drepa bakteríurnar.

Viskastykki eru almennt ekki notuð til að þurrka matarleifar upp og því þarf ekki að skipta þeim eins oft út. Það ætti að nægja að skipta þeim út 2-3 í viku. En að sögn sérfræðinga, sem Danska ríkisútvarpið ræddi við, er gott nú á kórónuveirutímum að skipta viskastykkjum út daglega til að sýna ýtrustu aðgæslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“