fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Pressan

Heimta að fá að hefja störf í vændi á ný

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 21:30

Fólk í kynlífsiðnaðinum mótmælir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk í kynlífsiðnaðinum í Þýskalandi heimtar að fara aftur í vinnuna, en vændishúsum landsins hefur verið lokað í næstum því fjóra mánuði sökum heimsfaraldurs Kórónaveiru. Vændi er löglegt og lögverndað starf í Þýskalandi. CNBC greinir frá þessu.

Síðastliðin sunnudag mótmæltu fjögur hundruð kynlífsverkafólk umræddum lokunum á rauðahverfi Hamborgar. Fólkið er ósátt með að fá ekki að starfa þar sem að önnur störf sem krefjast náinnar snertingar hafa fengið að opna í Þýskalandi, líkt og hárgreiðslustofur og húðflúrsstofur.

Samtök kynlífsiðnarfólks í Þýskalandi segir einnig að lokunin sé hættuleg mörgum sem nauðsynlega þurfa að vinna, það gæti sent fólk í vændi aftur út á göturnar þar sem það er í miklu meiru hættu.

Samtökin benda einnig á að vændishúsin hafi opnað aftur í nágrannalöndum líkt og í Hollandi, Belgíu, Sviss, Tékklandi og Austurríki. Samtökin vilja einnig meina að vændisstarfsemi þurfi alls ekki að vera meira smitandi en önnur störf sem krefjast náinnar snertingar. Þá finnst þeim óréttlát að stjórnvöld gefi þeim ekki tækifæri á að sinna sínu starfi með nýjum sóttvarnarreglum.

Talið er að um að allt að 400.000 manns starfi í kynlífsiðnaðinum í Þýskalandi, þó að engar opinberar tölur séu til um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Græðgin varð þeim að falli

Græðgin varð þeim að falli
Pressan
Í gær

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungir piltar brutust inn til að stela flöskum – Húsráðandinn lá dáinn í húsinu

Ungir piltar brutust inn til að stela flöskum – Húsráðandinn lá dáinn í húsinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mesti samdráttur bandaríska hagkerfisins í 70 ár

Mesti samdráttur bandaríska hagkerfisins í 70 ár