fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Pressan

Lík fjölbragðaglímustjörnu fannst á strönd – Sorgleg baksaga – „Bjargaðu syni mínum“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík fjölbragðaglímustjörnunnar, Shad Gaspard fannst í morgun á ströndinni við Venice-hverfið í Los Angeles. Þar týndist hann fyrr í vikunni eftir að hafa lent í miklum og erfiðum öldugangi, er hann fór að synda með syni sínum. Frá þessu greinir ESPN.

Lögreglan var kölluð á svæðið þegar að vegfarandi sá lík reka á land segir í skýrslu lögreglu, sem að bar kennsl á að um væri að ræða lík Shad Gaspard. Gaspard var 39 ára.

„Bjargaðu syni mínum“

Hann og sonur hans Aryeh, sem er tíu ára fóru að synda og lentu í erfiðum aðstæðum vegna mikils öldugangs. Strandverður fór að bjarga feðgunum, en vegna erfiðra aðstæða var erfitt að bjarga þeim báðum.

„Bjargaðu syni mínum“ á Shad að hafa sagt við strandvörðinn sem kom syninum heilum á húfi aftur á ströndina. Þegar hann ætlaði að snúa við og bjarga Shad, þá sá vörðurinn risastóra öldu sem ýtti Shad lengst í burtu. Hann sást ekki aftur á lífi eftir það.

Eiginkona Shad, Siliana Gaspard, gaf út yfirlýsingu á þriðjudag þar sem að hún þakkaði lögreglu fyrir hjálpina og aðdáendum fyrir stuðninginn.

Lék með Kevin Hart og Will Ferrell

Shad var vinsæll fjölbragðaglímumaður hjá WWE-samtökunum. Hann hætti í þeim bransa árið 2010 og snéri sér að öðrum verkefnum. Hann lék til dæmis í sjónvarpsþáttum og bíómyndum, til að mynda í kvikmyndinni Get Hard frá árinu 2015 sem skartaði þeim Kvein Hart og Will Ferrell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Biden veitist að Trump – „Hann verður að hætta að tala um klikkuðu konuna“

Biden veitist að Trump – „Hann verður að hætta að tala um klikkuðu konuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljónaborgin sýður – 52 stiga hiti

Milljónaborgin sýður – 52 stiga hiti
Fyrir 5 dögum

Boltafiskur úr Kleifarvatni

Boltafiskur úr Kleifarvatni
Fyrir 5 dögum

Fátt betra en veiðistund með fjölskyldunni

Fátt betra en veiðistund með fjölskyldunni