fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fox News lögsóttir fyrir að villa um fyrir almenning um hættu kórónuveirunnnar

Pressan
Sunnudaginn 5. apríl 2020 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhagnarðardrifin stofnun í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, ætla að lögsækja Fox News fréttastofuna fyrir að dreifa ósönnum upplýsingum um kórónuveiruna. Stofnunin telur að með þessu athæfi hafi fréttastofan borið ábyrgð á útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum.

Stefnan telur 10 blaðsíður og var lögð fram í dómstól í Washington á fimmtudaginn í síðustu viku. Stofnunin sem lagði hana fram kallar sig Samtök Washington um aukið gagnsæi og siðferði, (e. Washington League for increased Transparency and Ethics)

Fréttastofan er í stefnu sökuð um að hafa af einbeittum brotavilja tekið þátt í kerfisbundinni blekkingu hvað varðaði hættur heimsfaraldurs COVID-19

Fox News hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en lögmaður þeirra – Lily Fu Claffee– segir ásakanirnar rangar og í henni sé verið að túlka lög með röngum hætti. Gaf hún til kynna að fréttastofan ætlaði sér að leita réttar síns gagnvart stofnunni og fara fram á að fá bættan þann skaða sem þessi málshöfðun gæti valdið þeim.

„Sökum þessara rangra upplýsinga sem þessi markaðsráðandi áskriftar fréttastofa gaf frá sér, þá hefur það náð mikilli útbreiðslu í landinu að veiran sé samsæri, bull og ekki hættulegri en hefðbundin árstíðabundin flensa“

Í stefnunni er farið fram á að fréttastofunni verði bannað að „skipta sér af rökréttum og nauðsynlegum aðgerðum til að ná tökum á veirunni með útgáfu frekari fals frétta og blekkinga“

Einnig er farið fram á skaðabætur og málskostnað að álitum.

Talsmaður stofnunarinnar, sem stendur að málssókninni segir að það sé þeirra trú að efnistök Fox News varðandi veiruna hafi stuðlað að því hvað Bandaríkjamenn og yfirvöld voru sein til að bregðast við faraldrinum.

Lögmaður stofnunarinnar, Liz Hallock, segir að með málsókninni sé ekki veri að vega að málfrelsi fréttastofunnar.

„Við erum þeirrar trúar að almenning hafi verið stofnað í hættu með röngum og blekkjandi upplýsingum frá fréttastofunni. Það eru mjög margir sem hlusta á Fox News, og þeir eru ekki að taka leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda alvarlega. Þetta snýst ekki um peninga; þetta snýst um að almenningur nái því að þessi faraldur er ekki blekking,.“

Í stefnunni er sérstaklega vísað til fréttar sem fréttaþulurinn Sean Hannity flutti þann 9. mars þar sem hann sagði meðal annars : „Þetta er að hræða líftóruna úr fólki – ég sé það vel, og er þessi gervikrísa notuð til að koma höggi á Trump“ Í sama fréttatíma mátti sjá annan fréttaþul, Trish Regan, sitja við hliðina á skjá þar sem stóð „Kórónuveiru lögsóknar blekkingin“. Regan hefur nú verið rekin frá Fox. Regan ásakaði vinstri menn um að skapa ótta meðal fjöldans vegna vírussins og koma höggi á hagkerfið. Tók hún þar fram að COVID-19 væri ekkert merkilegri en aðrar farsóttir á borð við SARS og Ebólu.

„Af hverju eru allir svona dramatískir núna. Af hverju eru markaðirnir að hegða sér svona? Ég skal svara því með tveimur orðum – Donald Trump

Ítarlega frétt Dailymail um málið má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“